Hlín - 01.01.1958, Page 146
144
Hlin
Sitt af hverju.
Úr Melasveit í Borgárfjarðarsýslu er skrifað haustið 1957:
Það gladdi mig, að farið var að minnast á umferðakenslu í
garðyrkju aftur. — Já, mikið væri það þarft að endurvekja það
starf, því það er ekki síður þörf á því en var, að fá þessar ágætu
leiðbeiningar, eins og þær voru þessar blessaðar garðyrkjukon-
ur, sem ferðuðust um hjer fyr.
Saumanámsskeiðin eru mjög þörf og nauðsynleg, og það er
ánægjulegt að sjá börnin í nýjum fötum, en það er ekki síður
ánægjulegt að sjá þau hafa nægjanlegt, heimaræktað grænmeti
til að borða, þar sem einhver garðhola er til. — En því miður
er víst altof víða vöntun á því að ræktað sje nægjanlegt til
heimilisþarfa, en ræktun garðamatar færðist einmitt í svo ogtt
horf, meðan garðyrkjukonurnar störfuðu hjer um slóðir.
Nú höfum við fengið rafmagnið frá Andakílsvirkjuninni. —
Það er nú komið á alla bæi sveitarinnar. Við hjer í Melasveit-
inni vorum tengd við 12. júlí 1956, en þá var nokkur hluti sveit-
arinnar búinn að hafa það í eitt ár, eða tengt ári áður.
Það er mikið dásamlegt að hafa þá orku í þjónustu sinni. —
Jeg hef eldavjel, þvottavjel og hrærivjel, og síðast, en ekki síst,
er vatnsdæla, sem dælir öllu vatni, en það þurfti maður að gera
með handafli áður. — Já, og svo blessuð ljósin í öllum húsum,
úti og inni.
Jeg sagði þjer frá því einhverntíma að við hefðum vindraf-
stöð til Ijósa og fyrir útvarpið, en svo bilaði hún rjett áður en
rafmagnið kom, enda orðin slitin, því hún var búin að snúast í
16 ár. — Svo af því má sjá, að þær geta enst nokkuð lengi með
góðri aðgæslu, og það eru ódýr Ijós, sem þær framleiða. — S. J.
Frá Sambandsfundi breiðfirskra kvenna, sem haldinn var í
Ólafsdal 11.—14. júní 1957:
Ávarp flutt af formanni Sambandsins, Elínbetu Jónsdóttur,
Fagradal, við minnisvarða Ólafsdalshjónanna.
Góðar fjelagssystur!
Við erum nú samankomnar hjer á hinu fornfræga mentasetri,
Ólafsdal, og vona jeg að það hvetji okkur til athafna og gefi
okkur byr undir hina lágfleygu fjelagsvængi okkar. — Okkur
er öllum kunnugt um það, að hjer hefur verið lifað miklu at-
hafna- og menningarlífi, að hjer hafa haldist í hendur dáð og