Hlín - 01.01.1958, Page 160
158
Hlín
AFMÆLISKVEÐJA
til Kvenfjelags Saurbæjarhrepps á fjörutíu ára afmæli þess
1. desember 1957.
Hver einstaklinéur á sjer djúpa þrá
að unna íegurð, trúa á mátt hins góða.
En einstaklingur er sem lítil grein,
sem ekki megnar stóru i lag að hrinda.
Það voru lengi margra kvenna mein
að megna ekki samtök traust að binda.
En breyttir tímar bættu kvenna hag,
þær brutu af sjer aldagamla hlekki
og stóðu í fylking fagran sólskinsdag.
Frelsinu við týna skulum ekki.
Og veréin tala, vil jeg meina í dag,
þau vitna djarft um dáðir nýtra kvenna,
sem unnu traust að bættum bróðurhag
i bjartri trú á sigur kynslóðanna.
Steinunn J. Guðmundsdóttir.
KVENFJELAGIÐ HLÍF 50 ÁRA.
Heill þjer, Hlíf, við hlustum
á hjartslátt liðins tíma,
þegar marga mæddi
myrk og þögul gríma.
Konur sjö þá kveiktu
kærleiksljósið bjarta,
vígt af ástar eldi
auðugs, trúaðs hjarta.
Yfir bæ og bygðir
bjartir dagar renna,
börnin athvarf eiga
við arin Hlífarkvetma.
Það sje markið mikla
að mega að þeim hlúa,
unnið er þá til þarfa.
Þjóð skal á samlök trúa.
Merkisbera marga
moldin faðmi vefur,
Hlífar arineldur
ei þó slokknað hefur.
Y1 hans aðrar glæddu,
ár svo hafa liðið,
kærleiks ljúfi ljóminn
íeikur enn um sviðið.
Festum fjelagsböndin,
'framtíð Drottin ræður,
biðjum hann að blessa
börnin öll og mæður.
Líða ár og aldir,
óskadraumar rætast.
Von og trúin vinna,
verkin kærleiks mætast.
Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli.