Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 22
20
Hlin
frænku sína, þegar þau kvöddust haustið 1893: „Ef þú
verður einhverntíma í vandræðum, frænka sæl, þá leitaðu
til mín.“
Með hans góðu hjálp keypti nú fi ú Lauridsen rúmar 4
tn. lands á aflíðandi hæð við Pjetursborgarvatn hjá
Kóngabrúnni, skamt utan við Sorö.
Hún kaus að hafa skóla sinn í sveit, þar sem var nóg
landrými til ræktunar.
Á jörð frú Lauridsen reis nú hver byggingin af annari,
svo líkast er smáþorpi vel skipulögðu, umluktu rismikl-
um trjágróðri, en fögur rjóður eru í skógi hennar, gras-
vellir og litfögur blóm. Auk þess eru þar vel hirtir mat-
jurtagarðar.
Frá því fyrsta hefur hún látið gróðursetja trje á merk-
isdögum skólans og þjóðarinnar, t. d. sýndi hún okkur
limfagra eik, er gróðursett var, þegar konur fengu kosn-
ingarjett í Danmörku.
Kennaraskólinn, sem nú er, var bygður 1925. Er það
mikið hús, og var okkur Hallldóru tekið þar mæta vel, er
við fórum að skoða skólann.
í góðviðrinu þessa daga, er við dvöldum á Ankerhus,
sýndi frú Lauridsen okkur helstu byggingar staðarins.
Þarna voru nemendabústaðir, samkomuhús, íþróttasal-
ir og stórt kenslueldhús, þar sem sýnd er þróun eklhúsa
og búsáhalda, alt frá því skólinn tók til starfa, fyrir uin
það bil 60 árum og fram á þennan dag.
Niður við vatnið, í litlu rjóðri, stóð hús, sem frú Laur-
idsen 1 jet byggja sem sumarbústað fyrir eldri nemendur,
sem ekki áttu völ á sumardvöl í sveit. — Þeir voru þá vel-
komnir að dvelja þarna um tíma og gátu þá um leið rifj-
að upp gamlar minningar frá skólaárum sínum, og fylgst
með starfi skólans og þroska. — „Leigan er fimmtíu aurar
á dag. Ef þær þá borga nokkuð," sagði frú Lauridsen. —
Ollu var mjög vel komið fyrir í þessu snotra, vinalega
húsi og öll áhöld voru þar fyrir hendi eins og á litlu
heimili, rúm voru þar fyrir um 8 manns.