Hlín - 01.01.1958, Page 148
146
Hlin
hverfa úr sögunni, og er það mikil breyting frá því fyrst að
þessar sýningar voru haldnar á vegum kvenfjelagsins hjer.
Mjer finst að allir Húsmæðraskólarnir ættu að hafa meðferð
á íslenskri ull sem skyldunámsgrein og sýna a. m. k. 1—2 muni
unna úr henni. — Jeg er viss um að ungu stúlkurnar hefðu
ánægju af að læra slík vinnubrögð með öðrum.
Jeg er þeirrar skoðunar, að kvenfjelögin eigi að taka upp aft-
ur heimilisiðnaðarsýningarnar, það er furðu margt, sem tínist
til, þegar farið er að leita fyrir sjer, og sýningarnar hafa
menningarlegt gildi í sjer fólgið, því við getum mikið lært af
því að sjá vinnubrögð annara, bæði frá heimilum og skólum.
Jeg vil láta þess getið í sambandi við frásögn okkar um
kvöldvökuna, sem við höfum hjer í kvenfjelaginu einusinni á
vetri, að auðvitað endum við kvöldvökuna með húslestri að
gömlum og góðum sveitasið. — Jóhanna Vigfúsdóttir.
Frú Jóhanna hefur verið formaður kvenfjelagsins í 21 ár, en
baðst nú eindregið undan endurkosningu, hún varð nú samt að
taka að sjer ritarastörfin og garðyrkjumálið. Og sýninguna
hafði hún fyrir löngu lofað að annast um.
Foi-maður kvenfjelagsins er nú Unnur Benediktsdóttir.
Úr Fljótsdal í Múlaþingi er skrifað um sumarmál 1958: Við
erum að vona að nú sje vorið að koma að fullu og öllu, það hef-
ur verið yndislegt veður að undanförnu og fuglarnir eru óðum
að tilkynna komu sína, svo sem skógarþrösturinn, sólskríkjan
syngur, gæsir og álftir eru komnar hjer, og svo blessuð lóan,
sem mjer þykir vænst um af öllum fuglum.
Það hefur verið ákaflega lítið um mannaferðir hjer í vetur. —
Það eru orðnir svo sárafáir, sem geta að heiman farið, því engir
eru til þess að taka verkin, og svo sitja menn bara heima. —
Það hafa samt verið tvær skemtanir hjer í sveitinni í vetur:
Svokallað Þorrablót, sem Dalamenn sjá um, og buðu Út-
bæjarmönnum, en svo höfðu aftur Útbæjamenn boðssamkomu
og buðu Dalamönnum, ásamt nokkuð mörgum utansveitar, t. d.
Kvennaskólanum á Hallormsstað. — Svo aftur næsta vetur
snýst þetta við, að Útbæjamenn hafa Þorrablótið, en Dalamenn
boðssamkomuna. — Þetta er nú samkvæmislífið hjer í Fljóts-
dal. — Kirkjukórinn, sem var endurreistur í sumar, söng á
þessum samkomum við góðar undirtektir, bæði sálmalög og
ættjarðarlög.
Guðný Gísladóttir frá Amamesi í Dýrafirði skrifar sumarið
1957: Jeg er mjög hrifin af þessum áhuga ljósmóðurinnar á