Hlín - 01.01.1958, Page 71
Hlin
69
ræktaðar seni skrautjurtir, hafi upphaflega verið notaðar
til matar. Svo var um margar laukjurtir, eins og til dæmis
Túlípana, Hýasintur, Páskaliljur, suma liljulauka og
Dahlíur. Meðal vissra þjóða eru reyndar sumir þessara
lauka enn notaðir til matar, t. d. Tígrislilju-laukurrinn,
sem Kínverjar hafa hið mesta dálæti á sem fæðutegund.
Þegar tímar liðu fram og jarðyrkjutækin bötnuðu,
jókst ræktun kornmetis, og það varð undirstöðufæða
mannfólksins. — Jafnframt dró úr blómlaukaræktuninni
til manneldis. — En maðurinn er tilfinninganæm vera, og
það lilaut að verða honum erfitt að kasta alveg frá sjer
jurtum, sem ræktaðar höfðu verið í matjurtagarði heimil-
anna af forfeðrunr hans kynslóð eftir kynslóð, jafnvel öld-
um saman. — Það var líka á það lítandi, að gott var að
hafa gömlu, góðu jurtirnar til vara, ef kornuppskeran
brygðist .— Menn allra tíma hafa líka ríka trúarþörf, og
þeim er það eiginlegt að taka ýms atvik og atburðarás sem
fyrirboða, og leggja í það dulda merkingu, eða taka sem
tákn um óorðna hluti. — Þannig tóku menn snemma á
tímum eftir því, að vissar legundir jurta blómstruðu á
alveg vissum tíima ár hvert. — IÞetta fanst hinum frum-
stæða manni alt að því yfirnáttúrlegt, — og þannig varð
það, að hann batt blómsturtíma vissra útvals-tegunda við
tilbeiðslu guða sinna.
Þetta blóma-tímatal er enn við lýði lijá mörgum frurn-
stæðum þjóðflokkum. — Hjá menningarþjóðum eimir
eftir af þessum sið í blómahátíðunum, sem haldnir eru
víða um lönd. — Þar eru t. d. kirsuberjablóma-hátíð,
túlípana-hátíð, rósa-hátíð, chrysantheum-hátíð, — hver
á sínum árstíma. — Þannig hjeldust margar jurtir í rækt-
un vegna tilfinningasemi manna, eða af því að þær vortt
tengdar trúarlegum athöfnum, — og þar með hófst rækt-
un skrautjurta.
Langt er einnig síðan menn fóru að nota jurtir sem lyf
við ýmsum mannameinum. — Þekking sumra þjóðflokka
í því efni var furðu mikil, og slík lyf eru einnig notuð í