Hlín - 01.01.1958, Page 59
Hliii
57
„Mjer þótti einsætt, strax og þetta ákvæði var sett inn í
húsmæðraskólalögin, að hefja kristinfræðiskenslu í Hús-
mæðraskólanum á Laugalandi, enda voru hæg á því
heimatökin fyrir mig, þar sem skólinn er svo að segja við
bæjarvegginn hjá mjer og jeg kendi nokkrar námsgreinar
þar áður.
Kemurþar fyrst og fremst til greina sú almenna ástæða,
að menning vor hvílir þrátt fyrir alt svo mjög á kristnum
iiugmyndum, að það heyrir blátt áfram til almennri
mentun að vita eitthvað í þeim efnum.
Enn í dag er kristindómurinn eitt af sterkustu öflun-
um, sem mótar einstaklingslífið og fjelagslífið, og þyrftu
menn að gera sjer það ljósara, hve margt í löggjöf vorri
og siðavitund á uppruna sinn að telja til hans. — Þá væri
síður hætt við þeirri hugsunarvillu, að við gætum gjarn-
an kastað trú vorri, en menning sú, sem frá henni er
runnin, haldi samt sem áður áfram að blómgast og dafna.
Efling kristindómsins er því um leið efling þeirra siða-
hugsjóna, er liggja til grundvallar fyrir þeim hugmynd-
um um frelsi, mannúð og mannrjettindi, sem lýðræðis-
skipulag menningarríkja nútímans er bygt á. — Og ef vjer
skoðum mentun eigi aðeins tileinkun einstakra þekking-
aratriða, heldur eigi hún um leið að stuðla að alhliða
menningarþroska nemendanna. þá má enginn skóli við
því að sniðganga kristindóminn, því hann er, skoðaður
frá einni hlið: Vísindin um lífið.
Onnur ástæðan, og sú, sem hjer kemur einkum til
greina, er, að uppeldi kynslóðanna livílir nrjög á herð-
um mæðranna. — Þær fylgja börnunum fyrstu sporin út í
lífið, og þeirra trú'ar- og siðahugsjónir eru það, sem fyrst
koma til að móta barnshugann. — Og það er alkunnugt,
að 'lengi býr að fyrstu gerð. — Öllum sálfræðingum kemur
saman um, að áhriifin, sem börnin verða fyrir fyrstu ald-
ursárin, verði ávalt mjög áhrifarík fyrir skapgerð þeirra
og andlegan þroska síðar á æfinni. — Það skiftir því ekki
litlu máli, að athygli ungra kvenna, sem eru að búa sig