Hlín - 01.01.1958, Side 96
94
Hlín
til slíkra starfa en fyrrum. — Enda eignast nútímakirkjur
altof lítið af þessari fáguðu og fíngerðu list hannyrða.
Þetta upprifjaðist fyrir mjer við tvö atvik s.l. viku:
Jeg skrapp suður að Bessastöðum og leit inn í kirkjuna,
sem er nú að verða ein athyglisverðasta kirkja landsins,
eins og vel sæmir á sjálfu forsetasetri þjóðarinnar.
Ber þar einkum tvent til: Gluggarnir fögru, þar sem
sólin varpar rósofnu geislaflúri gegnum helgimyndirnar í
rúðunum, og minnir á, hvernig mannleg sál ætti að leyfa
dýrð Guðs að strey.ma gegnum sál sína, og svo eru fögru
dúkarnir eða tjöldin umhverfis altarið.
Hvorttveggja bendir á það, hvernig handbragð karla og
kvenna þarf að sameinast til að skreyta helgidóma íslands
i framtíðinni. — Þar hafa forsetahjónin giftusamlega af
stað farið á æðsta herragarði þjóðarinnar. — Ættu sem
flestir af að læra, því áreiðanlega á landið fjölda fólks,
sem þarna getur unnið að, ef áhugi og skilningur fæst fyr-
ir þessu málefni.
Svo kom jeg á hannyrðasýningu frú Júlíönu Sveinsdótt-
ur á Sólvallagötu 59. Þar var margt fallegt og frábært að
sjá, unnið af smekkvísi og grómlausri vandvirkni, list-
skygni og trúnaði við Guð í alheimsgeimi og Guð í sjálf-
um sjer.
En sjerstaklega eru það hin trúarlegu eða kirkjulegu
verkefni, sem gefa sýningunni svip, og hyarfla aftur og
aftur í huga. — Þau Ijóma beinlínis fyrir innri sjónum
löngu eftir að heim er komið.
Vill jeg þar geta um veggteppið mikla, sem sýnir tákn
hinna fjölmörgu, kristilegu dygða. — í því verki eru lita-
samsetningar nær fimm hundruðum. — En engar tölur
eða litir gætu náð þeim blæbrigðum andans og hræring-
um hugans, sem þetta listaverk getur vakið. — E.nda er
þar margra ára starf dugmikillar listakonu fyrir augum í
einu andartaki.