Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 47
Hlin
45
Þegar stofnað var ungmennafjelag lijer í sveitinni, var
Hildur ein með þeim fyrstu, sem gengu í það. — Hún
reyndist góður ungmennafjelagi og ljet aldrei sinn hlut
cftir liggja.
Fyrir hjer um bil 15 árum misti llildur heilsuna. —
Upp frá því tók hún aldrei á heilli sjer. — Hún varð aftur
og aftur að dvelja á sjúkrahúsi. — Fm þegar liún gat dval-
ið hcima,, veitti hún heimili bræðra sinna forstöðu. —
En nærri má geta, að erfitt hefur verið fyrir svo heilsu-
lausa konu að sjá um heimili. — Á sumrin var líka margt
fólk í heimili og mikil urnferð, því þjóðvegur liggur nú
rjett skamt frá bænum, þar er líka samkomuhús sveitar-
innar, sundlaug o. fl., t. d. hver, þar sem fólk úr ná-
grenninu þvær þvotta.
Hildur var kona gestrisin og reyndi ætíð að hlynna að
fólki, ,er þar átti leið um. — Og getum við ekki síst borið
um það, senr komum þar oft, bæði að þvo þvotta og ann-
ara erinda. — Við fengum þar ætíð hlýjar og góðar við-
tökur. — Þess mun jeg lengi minnast.
Og þá hugsaði Hildur líka vel um sitt heimili. Hún
hlynti þar að bræðrum sínum, sem voru ógiftir, og einka-
syni sínum og öðrum, er þar dvöldu.
Ef leitað var samskota til einhverra, er með þurftu,
tók Hildur ætíð vel í það, og voru framlög þeirra systkina
ætíð rausnarleg. — Smásálarskapur var fjarri Hildi.
Hildur giftist ekki, en eignaðist son, Eðvarð Pjetur,
með Torfa Jónssyni, fyrv. bónda í Gilstreymi. — Eðvarð
hefur reynst góður drengur og sýndi ætíð móður sinni
mikla rækt og umhyggju í hinum langvarandi veikindum
hennar. — Veikindi sín bar Hildur með rniklu hugrekki
og æðruleysi. En vitanlega tók hana mjög sárt að missa
'þannig heilsuna á besta aldri.
Hildur andaðist að Vífilsstaðahæli 21. des. s.l. — Jeg
veit: að góð hefur hvíldin reynst henni, eftir hina löngu
og ströngu sjúkdómsraun, því „Gott er sjúkum að sofa“.
Jeg gat því miður ekki fylgt þessari góðu nágranna-