Hlín - 01.01.1958, Side 76
74
Hlin
við vatnið, fáein trje og altaf einhverjar plöntur í pottum
eða kerum.
Steinhæða-garðurinn kom fyrst við sögu á 18. öld. —
Clusius, merkur, hollenskur grasafræðingur, sem uppi var
á síðari hluta 16. aldar, dvaldi um skeið í Austurríki. —
Þar sá liann alpablómin og hreifst af fegurð þeirra. —
Hann reyndi að flytja joau í garðana, en það gekk illa að
fá þau til að dafna. — Fleiri urðu til að reyna, en það fór
á svipaða lund. — Nú vitum við, að þessar alpaplöntur
þurfa viss skilyrði til að geta notið sín. — Sá, sem einna
fyrst náði góðum árangri með alpablóm í görðum, var Sir
Josep'h Banks, enskur grasafræðingur og ferðalangur. —
Hann ferðaðist meðal annars til íslands, og jraðan flutti
hann með sjer hraungrýti. — Þegar heim kom blandaði
Itann hraungrýtinu saman við gömul múrsteinsbrot, sem
eftir höfðu legið að viðgerð lokinni á The Tower í I.on-
don. — í þessa steinahrúgu bætti hann kalksteini, fylti
síðan með mold í holurnar milli steinanna. — Þannig bjó
hann til steinagarð — steinhæð — í Chelsea Physic Garden
árið 1772 og flutti þangað steinhæðaplöntur, alpaplönt-
ur, er lifðu og döfnuðu vel, Jtegar svona var að jteim búið.
Með átjándu öldinni færðist nýtt líf í plönturannsókn-
ir og leit að nýjum plöntutegundum. — Jurtir frá Kína,
Japan, Ceylon, Indlandi, Ástralíu, Afríku, nálægari Aust-
urlöndum og Norður- og Suður-Ameríku streymdu inn í
grasgarðana í Evrópu. — Grasafræðingar og garðyrkju-
menn voru stórhrifnir af hinum stöðugu og spennandi
nýjungum, sem þeim bárust í liendur. — Þessi öld var
gullöld nýrra plöntufunda. — Það mátti svo segja, að hver
sá sem lagði af stað að leita, snjeri aftur með vænan skerf
af nýjum jurtategundum. — Mörg skrautplanta nútímans
ber nafn Jress sem hana fann og fluttu með sjer lieim til
ræktunar. — Og á Jressu tímabili komu fram menn, sem
voru framúrskarandi í ræktun jurta. — Allir kannast til
dæmis við sænska grasafræðinginn Linné. — í vestur-
heimi stofnsetti John Bartram um J^etta leyti einhvtrn