Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 79
Hlin
77
tempraSa beltinu í Asíu, Evrópu og Ameríku. — Við ræktun
°g kynblöndun hafa komið fram þau glæsilegu skrautblóm af
tegundinni, sem nú eru eftirsótt garðblóm. — Flestir riddara-
sporar eru í bláum lit. — Þetta eru hávaxnar jurtir og harð-
gerðar. Þurfa mikinn áburð og djúpan jarðveg. Geta orðið
gamlar. — Þurfa að bindast upp nægilega snemma. Vökva
ríkulega í þurkatíð. — Fjölgað með skiftingu og sáningu.
Meconopsis — Blásól, Valmúasystir: Mjög skemtileg jurt.
Blómin stór og líkjast valmúablómum, himinblá að ht. Verður
40—80 cm. há. Blómstrar í júní—júlí. Þrífst best í nokkrum
skugga í djúpri, frjórri, rakri mold, en er kenjalaus og auðveld
í ræktun, þegar hún er búin að ná sjer á strik. Fjölgað með
fræi. — Gæta þarf þess að láta hana ekki ná að blómgast fyr
en hún hefur skotið hliðarsprotum, annars vill hún deyja út. —
Ættuð frá Kína og Tíbet.
Papaver Orientalc og P. Bracteatum. — Fjölær valmúi: Alt
að metra há jurt með hnefastórum, hárauðum eða ljósrauðum
blómum. Grær fljótt á vorin, en vill verða rytjuleg er líður á
sumar, má þá klippa ofan af henni. — Ættuð frá Persíu og
Miðj arðarhafslöndunum.
Aquilegia — Vatnsberi: Af þeim eru margar tegundir. Það
eru litauðug blóm blá, rauð og hvít og allavega blandaðir litir.
— Fjölgað með fræi, en síður með skiftingu, sem þó getur tek-
ist. — Vilja helst fá að vera í friði á sama stað í garðinum. —
Sá sjer sjálfar. — Rök mold og skuggi á best við þá. Blómstra
í júní—júlí.
Pulemonium — Jakobsstigi: Blómsæl jurt. Himinblá eða hvít
blóm. Þrífst vel í góðri garðmold og er auðveld í ræktun. Sáir
sjer sjálf. Eins má fjölga með skiftingu.
Potentilla — Mura: Til eru margar muru-tegundir, sumar
lágvaxnar, aðrar hávaxnar. — Fjölgað með skiftingu og sán-
ingu. — Blóðmura og Jarðai’berjamura eru dökkrauðar, blóm-
sælar, auðveldar í ræktun. — Blómgast í júlí og eru lengi í
blóma. — Ættaðar frá Himalaja-fjöllum.
Chrysanthemuin Maximum — Prestabrá: Blómin að lit og
lögun lík Baldursbrá, en miklu stærri. Hæð 40—80 cm. Blómg-
ast í júlí. — Þrífst best í góðri, leirkendi’i mold móti sól. — Þarf
skýli yfir veturinn. — Betra að klippa hana niður að haustinu.
'— Ættuð frá Pyreneafjöllum og Korsíku.
íslensk skrautblóm, eins og til dæmis Þrílita fjólan, Blágres-
ið, Eyrarrósin, Burnirótin o. fl., gefa ekki öðrum garðblómum
eftir, og eru sjálfkjörin í garðana.