Hlín - 01.01.1958, Page 14
12
Hlin
prentun. — Honum entist ekki aldur til að koma þeim
út, en mikið hafði liann búið til prentunar og samið
einkunnarorð fyrir uppdrættina.
Þjóðhátíðarárið hófu konur í Reykjavík samskot, í því
augnamiði að gefa uppdrættina út, en þegar Sigurðar
misti við, haustið 1874, var samskotunum lokið.
Guðrún Gísladóttir tók upp merkið, sem fallið hafði
við dauða Sigurðar. — Hún gaf uppdrættina út með
prentuðum skýringum. — Þar var líka að finna ritgerð
Sigurðar „Uin íslenskan faldbúning", og kvæði hans
„Faldafestir".
Þetta var þrekvirki á þeim árum.
Með útgál'u uppdráttanna og sniðanna opnaðist öllum
almenningi leið, hvar sem var á landinu, að notfæra sjer
uppdrættina. — Hannyrðakonur notuðu sjer það líka yst
til stranda og inst til dala. — Að öðrum kosti hefði
búningurinn ekki borist svo fljótt út um landið sem raun
bar vitni.
Uppdrættirnir, sem eru á 38 blöðum, voru gefnir út í
Kaupmannahöfn 1878, fyrir milligöngu Tryggva Gunn-
arssonar. (Víða kom hann við sögu, blessaður karlinn!)
Auk 'hinna litlu samskota, sem höfðu safnast til ritgál-
unnar, komu 200 krónur frá Landshöfðingja (af opin-
Ireru fje).
Því miður er þetta uppdráttarsafn aðeins partur af
safni Sigurðar, ætlunin var að komu hinu út síðar, en úr
því hefur ekki orðið fram á þennan dag. (Geymist í Þjóð-
minjasafni.)
Einkunnarorð Sigurðar fyrir uppdráttunum eru svo-
hljóðandi:
„Þessi blöð eru tileinkuð öllum góðum og þjóðlega
sinnuðum íslenskum konum, í minning þess, að þær hafa
borið sama búning í rjett þúsund ár, nær óbreyttan í öll-
um aðalatriðum.“ (1874) Sigurður Guðmundsson.
Guðrún Gísladóttir giftist 1874 F.iríki Briem, guðfræð
ingi, hinum ágætasta manni, sem einnig var mikill aðdá-