Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 30
28
Hlin
og aðrir Fjörubúar. — Þau liöi’ðu líka.nokkurn búskap,
eins og fleiri innbæjarmenn, sóttu engjar í hólma
Eyjafjarðarár. — Það var gustur á Þórdísi við raksturinn
í Hólmunum, sögðu nágrannarnir. — Það ljek alt í hönd-
um hennar. — Henni var alt jafn tiltækt.
Eins og Þórdís var frændrækin og vinföst, svo af bar,
þá unni hún einnig af öllu hjarta Austurlandi, þar sem
hún var borin og barnfædd. — Hún var hjá föðurafa sín-
ur, síra Pjetri á Valþjófsstað, til 14 ára aldurs. Oft sagði
hún, að ekkert fjall í heiminum gæti jafnast á við fjallið
fyrir ofan Valþjófsstað! — Satt er það, fallegt er fjallið!
Þórdís var elst 12 systkina, af Vefaraætt í föðurætt og af
Kjarna- og Möðrudalsættum í móðurætt. Eru þeir ætt-
leggir greindir víðsvegar um land og í Vesturheimi, en
frændrækni Þórdísar náði yfir alt það góða, vel gefna
fólk.
Þórdís var hin mesta hagleikskona og sívinnandi, stund-
aði hverskonar hannyrðir og var tókona mikil. — Litaði
úr jurtum og gaf út kenslubók í þeirri grein. — Hún kom
einnig, ásamt fleiri góðum konum, upp útsölu á íslenskri
handavinnu í bænum, sem starfaði í nokkur ár.
Aðalstarfsvið iÞórdísar, utan heimilisverka, var kensla,
enda halði hún aflað sjer mentunar á því sviði. — Hún
kendi bæði í llúsmæðraskóla í Reykjavík og í Kvenna-
skóla Akureyrar um aldamótin, og í 15 ár var hún handa-
vinnukennari í Barnaskóla Akureyrar.
Konur á Akureyri höfðu árum saman með sjer Lestrar-
ljelag (klubb). Var Þórdís ein af stofnendunum og þátt-
takandi áratugum saman. — Var þar mörg góð bók lesin
og margur góður kaffibollinn drukkinn.
Þórdís var ein af hinum ágætu, framgjörnu konum,
sem Akureyri átti svo margar af um aldamótin síðustu. —
Hún setti sinn svip á bæinn. Þangað lögðu margir ferða-
menn leið sína, innlendir og útlendir. — Málin voru Þór-
dísi tiliæk, bæði enskan og Norðurlandámálin. — Þórdís
i