Hlín - 01.01.1958, Page 104
102
Hlin
færið þagnað. — En starfið, starfið óþrotlega, bæði anda
og ‘handa, dró með tímanum úr sárasta sviðanum.
Svo liðu þau smásaman árin þrjú hjá Jóni Árnasyni í
leiguherbergi við hliðina á Hraungerðisbræðrum. — Þar
var nú tekið lagið með köflum. — Þvílíkar rokurl
(Móðir mín var þarna í nokkurskonar sjálfsmensku,
stundaði handavinnu.)
Já, lífið hjá Jóni frænda var viðburðaríkt og skemti-
•legt: Gestir, altaf gestir. Mest Breiðfirðingar: Eyjamenn
og konur og Hólmarar, kempulegt og fallegt fólk: Eirík-
ur Kúld og frú Þuríður, frú Jóhanna Þorleifsdóttir og
Ingibjörg dóttir hennar, frú Herdís Benedictsen og Ingi-
leif dóttir hennar, tignarlegar og fallegar.
Svo kom frú Anna Petersen oft, sem hafði kent Valda
á hljóðfærið, og dóttir hennar, hún Ásta, allra kvenna
fallegust. Einnig kom Helgi Pjetursson.
Jeg var altaf á þönum í sendiferðum vegna þessara
gesta.
Næstu nágrannar okkar var Briemsfólkið. — Jeg man
það eins og það liefði verið í gær, þegar Ingibjörg litla
kom í heimsókn að sjá þennan nýja nágranna, hún leiddi
Eggert bróður sinn við hönd sjer. — En hvað mjer leist
strax vel á þessi systkin. — Fyrir Ingibjörgu tók jeg upp
alt dót mitt, það fallegasta sem jeg átti, og hengdi Jrað
upp á útidyrapallinum, jeg man, hve perlufestin glóði
fallega í sólskininu, þar sem hún hjekk á hurðarhúnum.
— Þetta var fyrsta sýningin, sem jeg hjelt. — Ingibjörg var
einkavinkona mín öll mín æskuár. — Og svo kom Helga
Benediktsdóttir Gröndal. — Hún var þá nýbúin að missa
móður sína, og Gröndal mikill einstæðingur. — Helga var
heimagangur 'hjá okkur, og Gröndal okkur mjög þakk-
látur.
Norðanpiltar, skólapiltarnir, áttu oft athvarf hjá móð-
ur minni, og jeg naut þess að fá að sjá sjónleiki þeirra í
skólanum. — Þar var grundvöllur lagður að ást minni á
sjónleikjum alla æfi. — Annars voru aðalskemtanir innan-