Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 151
Hlin
149
hjer í ró og næði hjá telpunum mínum. — Það eru allir mjer
mikið góðir hjer.
Borgarfjörður, hinn stóri, er orðinn mikið skólahjerað:
Hvanneyri, Reykholt, Varmaland, Bifröst. — Nemendur fá
ekki að sækja skemtanir í hjeraðinu. En skólarnir hafa margs-
konar skemtanir innan sinna veggja. — Leyfi þarf til þess að
fara burt úr skólunum, og ekki heimilt að Vera nótt að heiman
nema sjerstakar ástæður liggi fyrir.
Hólmfríður Pjetursdóttir, Aarnarvatni, skrifar veturinn 1958,
viðvíkjandi leiðbeiningum í garðyrkju: Jeg álít að við konur
eigum kröfu á að Búnaðarsamböndin sendi okkur garðyrkju-
ráðunaut eða kennara. — Jeg hef talað um það í Búnaðarsam-
bandinu þingeyska hjer áður, en er til með að gera það aftur og
aftur.
Guðrún Elíasdóttir, Ilábæ, Þykkvabæ, Rang., skrifar vetur-
inn 1958: Það gengur alt vel í fjelaginu hjá okkur. — Við erum
nýbúnar að kaupa okkur prjónavjel, sem við reynum að not-
færa okkur. — Við fengum prjónanámsskeið í vetur á vegum
Sambands sunnlenskra kvenna. — Það eru mikil þægindi að
námsskeiðum þeim, sem S. S. K. veitir okkur, og Sambandið
styrkir þau mikið. — Svo erum við nú að kaupa borðbúnað fyr-
ir 100 manns, sem við ætlum að hafa til afnota í Samkomuhús-
inu hjá okkur.
Úr Landeyjum er skrifað: Hjer er fyrir nokkru vígt Fjelags-
heimili, sem ber nafnið „Gunnarshólmi“, mjög myndarlegt hús
og vandað. — Að því standa Kvenfjelag, Ungmennafjelag og
Hreppsfjelag. — Þar sjest sem oftar hvað sameiginlegt átak
megnar. — Það er rjett: „Sameinaðir stöndum við, sundraðir
föllum vjer.“ — Svo hefur hver samkoman rekið aðra í „Gunn-
arshólma". — Okkar ágæta lækni, Helga Jónassyni og frú
Oddnýju, var haldið kveðjusamsæti þar með miklu fjölmenni,
og sýndi það best, hvað allir elskuðu lækninn og virtu. Hann
var góður lækknir, sem hafði góð áhrif á fólk með nærveru
sinni, því hann var góður maður.
Úr Dalasýslu er skrifað á Þorranum 1958: Bóndi minn er far-
inn til Reykjavíkur á miðstjórnarfund, þá erum við eftir aðeins
tvö, sonur minn og jeg, og mikið að gera: Undir 200 fjár og 16
nautgripir að hugsa um; þar af 7 kýr mjólkandi, hitt kvígur
og kálfar.