Hlín - 01.01.1958, Qupperneq 94
92
Hlín
íslendingur, gift dönskum klæðskera, merkum manni. —
Hún hefur búið í Danmörku í mannsaldur og getið sjer
góðan orðstír meðal danskra kvenna í fjelagsmálum. —
Hún hefur verið kosin fonmaður á stóru svæði í fjelags-
samtökum kvenna á Sjálandi og iiefur meðal annars átt
þátt í söfnun hannyrða. — Jósefína skrifar haustið 1957:
„Við erum nýkomnar lieim af tveggja daga fundi á
Nyborg Strand á Fjóni. — Þar voru 600 fjelagskonur sam-
ankomnar, íulltrúar frá allri Danmörku úr sveitum og
minni bæjum. — Þar var mikil sýning, bæði á vefnaði og
útsaumi frá háskólanum í Kerteminde. — Það er nú að
verða búið að skrásetja sýnishornin af hannyrðunum:
„Folkelige broderier", sem við kvenfjelögin um alla Dan-
mörku höfum verið að safna til á liðnum árum. — Það
leit út fyrir að mikið af fallega, gamla útsaumnum væri
að glatast, svo það mátti ekki seinna vera að tekið væri til
starla. — Margir hjeldu þó í gamla útsauminn af trygð og
í virðingarskyni, en sumt var illa geymt og sumu fleygt,
eins og gengur. — Til þess að bjarga því, sem bjargað
varð, var okkur í kvenfjelögunum falið að kynna okkur
þetta, liver í sínu umhverfi, og fá hlutina til láns, svo
iiægt væri að halfa sýningu á þeim. Á sýninguna komu svo
sjerfræðingar frá Þjóðminjasafninu, Listasafninu og
„Haandarbeidets fremme" í Kaupmannahöfn, og voru
mununum gefnar einkunnir, sem viðhöfum svo merkt og
skrásett. Það besta hefur verið sent Heimilisiðnaðar-há-
skólanum. — Þar er það rannsakað enn á ný, og gert við
það sem þurfti, og síðan gefið út í bók, sem ráðgert er að
komi út haustið 1958. — Þá geta allir, sem vilja, keypt eða
lánað fyrirmyndirnar."
„Það er mikil vinna við þetta,“ segir Jósefína. „Maður
verður að heimsækja fólk, sem líkindi eru til að eigi eitt-
livað verðmætt, spjalla við það, fá allar upplýsingar, sem
það kynni að geta gefið um hlutina o. s. frv.
Margt af þessum gamla útsaum er gullfallegt."