Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 131
Hlin
129
KÆRLEIKURINN SIGRAÐI.
Það var fundur í Kvenfjelagasambandi Austurlands, og voru
þar margir fulltrúar samankomnir. — Máttu allar konur koma
þangað. — Frú Sigrún Blöndal stýrði fundinum, en auk hennar
voru margar ágætar konur staddar þama. — Það gerðist ekkert
sögulegt á þessum fundi, að mjer fanst, og þótti mjer meira
gaman að athuga konurnar, sem þarna voru, en hlusta á ræð-
urnar.
Ein þeirra var sjerstaklega fögur og horfði á mig mildum,
bláum augum. — Hún var ung, á peysufötum, með glóbjartar
fljettur ofan í mitti. — Hver skyldi hún vera þessi fallega, unga
kona, hugsaði jeg, og brátt fjekk jeg að vita það. — Þetta var
Droplaug á Arnheiðarstöðum, heimasæta og einkadóttir Sig-
ríðar, er þar bjó.
Þegar fundi var slitið, sat jeg alein eftir, og enginn mundi
eftir, að jeg var lömuð. — Þó voru þarna margar konur úr
Seyðisfirði, sem vissu hvernig jeg var. — Salnum var lokað, og
jeg hugsaði með mjer: „Guð almáttugur, á jeg að sitja hjer ein
í nótt!“ — En þá var hurðinni lokið upp og inn kom fallega
stúlkan mín, hún Droplaug, og gekk beina leið til mín. — „Ertu
hjerna inn?“ spurði hún. „Já,“ svaraði jeg. „Mikið var fallega
gert af þjer að koma til mín.“ — Og síðan leiddi hún mig nið-
ur stigann og út, þar sem stóllinn beið mín, svo ók hún mjer út
alla götu og út á Búðareyri, þangað sem heitir Árblik, en þar
hjelt jeg til um nóttina. — Þar kvaddi þessi elskulega stúlka
mig, og jeg sá hana aldrei framar.
Mjer var oft hugsað til þessarar ungu stúlku, og að það
myndi vera betra að lifa, ef allar manneskjur væru eins góðar
og hún var. — En nokkru eftir að jeg kom suður, heyrði jeg lát
hennar, og fanst mjer þjóðin vera mun fátækari en áður.
Svo liðu árin, en oft varð mjer hugsað til góðu stúlkunnar,
sem hjálpaði mjer.
Svo var það eitt sinn, er jeg kom niður í Gróðrarstöð, að frú
Kristín, kona Einars Helgasonar, gaf mjer hvítdropótta Ger-
aníu, sem vár dásamlega fögur. — Þá var eins og fallega stúlk-
an stæði ljóslifandi hjá mjer, og því skírði jeg þetta fagra blóm
„Droplaugu", og hefur það haldist við hjá mjer árum saman
með því að endurnýja það. — Um skeið var jeg þó „Droplaug-
ar“laus, því jeg gaf allar í burtu. En í hitteð fyrra kom hjúkr-
unarkona, sem jeg hafði gefið græðling af „Droplaugu", og hún
9