Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 111
Hlin
109
Þá fór Magnús organisti með „Heklu" sína til Noregs,
fyrstu söngför, sem farin var til útlanda, mikil frægðar-
för. — Magnús barðist fyrir sönglífinu í bænum með
óþreytandi áhuga. — Það er líka í frásögur fært, að hann
reið eða hljóp út að Möðruvöllum vikulega, til að kenna
piltunum söng. Fjekk krónu fyrir ferðina. — Oft voru
opinberar söngskemtanir: Síra Geir, Sigurgeir Jónsson frá
Stóruvöllum, læknarnir Valdemar Steffensen og Sigurður
Hlíðar o. fl.
Út á við var Akureyri þektust fyrir garða sína og trjá-
rækt á þessum árum. — Ræktunarfjelag Norðurlands var
stofnað með Sigurði Sigurðssyni, síðar búnaðarmála-
stjóra, og Stefáni skólameistara í broddi fylkingar. — Þar
reis síðar upp Gróðrarstöðin með ágætri garðyrkjukenslu
hjá Guðrúnu frá Veðramóti. — Þá kom og Lystigarður-
inn. „Konur gerðu garðinn," stendur þar.
Bryggjur voru gerðar og hafnarbætur við hina ágætu
liöfn: „Pollinn“. — Síldveiðar voru að hefjast fyrir Norð-
urlandi, og var Akureyri þar framarlega.
Iðnaðarnrenn voru athafna- og dugnaðarmenn í öllum
greinum, sem þá voru almennar: Á Eyrinni bar mest á
Snorra, trjesmíða- og byggingameistara, og Bjarna skipa-
smið. — Snorri tók pilta til kenslu og rak síðar stóra
verzlun. — Bjarni hamaðist í öllu, sem hans fagi tilheyrði.
— Sigtryggur Jónsson og þeir fjelagar Jónas og Sigtrygg-
ur Jóhannesson bygðu mörg hús og stór. — Sigurður Sig-
urðsson var aðal járnsmiðurinn, Þórður Thorarensen að-
al gullsmiðurinn, Magnús, og síðar Sigmundur, úrsmið-
irnir, Hinrik Schiöth bakarinn, og Guðmundur Vigfús-
son, skósmiðurinn.
Kaupmenn voru einnig athafna- og dugnaðarmenn:
Havsteen, Laxdal, Magnús Kristjánsson, Tulinius, Ragn-
ar Ólafsson, og svo kom Kaupfjelagið með Hallgrím
Kristinsson og Sigurð bróður hans í broddi fylkingar.
Þessir útlendingar settu sinn svip á bæinn og voru góð-
ir borgarar á þessum árum: Arthur Gook, trúboði,