Hlín - 01.01.1958, Page 46
44
Hlin
MINNINGARORÐ UM
Hildi Einarsdóttur
írá lirautartungu í Lundarreykjardal.
Fædd 7- apríl 1887. — Dáin 21. desember 1951.
Hildur var fædd í Krosskoti í Lundarreykjadal. — For-
eldrar hennar voru þau Anna Sigurðardóttir og Einar
Gunnarsson. — Hildur ólst upp hjá foreldrum sínum,
fyrst í Krosskoti og síðar í Brautartungu í Lundarreykja-
dal. — Þar dvaldi hún mestalla æfina.
Fyrst lraman at' búskaparárum þeirra, Önnu og Einars,
voru erfið ár og þröngt í búi hjá mörgum, ekki síst hjá
þeim, er bjuggu á litlum jörðum, og höfðu ómegð mikla.
Þau foreldrar Hildar sálugu, Anna og Einar, voru þekt
að vinnusemi og trúmensku. — Þau voru gæðafólk, sem
öllum, er þektu þau, var vel við. — Jeg minnist þeirra oft
í Imga mínum, gömlu hjónanna í Brautartungu: Einar
var hljedrægur og sívinnandi og Anna hjartalrlý og hjálp-
söm svo af bar.
Eftir að þau Anna og Einar fluttu að Brautartungu
vegnaði þeim betur. — Börnin þeirra fóru þá að komast
upp og hjálpuðu þau foreldrum sínum og mörgum öðr-
um. — Þau urðu brátt eftirsótt í vinnu, því þau gengu að
hverju verki af dugnaði, og trúmenska einkendi störf
þeirra öll. — llildur var líka sjerstaklega hjálpsöm og
dugleg kona. — Á meðan heilsan var góð var hún oft fljót
til hjálpar þar sem lá á. — Hún var rösk til verka og
vinnuglöð. — Aldrei óx henni í augum, þótt mikið óleyst
verkefni lægi fyrir höndum.
Á yngri árum dvaldi Hildur 2 vetur í Reykjavík. —
Fyrri veturinn stundaði hún nám í kvöldskóla Ásgríms
Jónssonar í Bergstaðastræti 3. Seinni veturinn var hún
við saumanám. — Hildur sáluga hafði löngun til að læra
meira, en af því gat ekki orðið.
J