Hlín - 01.01.1958, Page 58
50
Hlin
en hjá þrem skólastjórum, sem jeg var svo heppin að vera
í tíma hjá: Svöfu Þórleifsdóttur, Akranesi, Valdemar
Snævarr, Norðfirði, og Snorra Sigfússyni, Akureyri. —
Það var lifandi og áhrifamikil kensla, sem jeg efast ekki
um að hefur orðið til blessunar.
Við kennarar í Noregi vorum hvattir til að hlusta á
kristinfræðiskenslu í efstu bekkjum barnaskólanna hjá
Dóróteu Scholdaker. — Kensla hennar var dásamleg.
Þangað komu kennarar úr öllum Noregi við og við að
hlusta á hana. — Ekki trúi jeg því, að ungu stúlkurnar,
sem hún kendi, hafi verið áhugalausar um kristindóminn
síðar á æfinni.
Svona kennara eigum við einnig okkar á meðal, það
þori jeg að fullyrða: Vel kristna, vel fróða, brennandi í
andanum. — Við verðum að nota okkur þetta fólk við
fræðslu ungra kvenna, væntanlegra mæðra.
Nú er gert ráð fyrir að endurskoða fræðslulögin. Það
er orða sannast að það þarf að gera á 10 ára fresti. — Þá
þurfum við, sem teljum þessa námsgrein blessunarríka,
ef vel tekst, að hafa áhrif á þá, sem ráða um endurreisn
liennar, og leyfa engin undanbrögð. — Ein stund á viku,
hvað er það á móts við alt liitt. — Og þessi námsgrein er
elskuð af nemendum.
Jeg þekki það af 9 ára reynslu frá Tóvinnuskólanum á
Svalbarði við Eyjafjörð, að talsvert má komast með eina
stund á viku yfir veturinn að kynna nemendum Nýja-
testamentið, Davíðssálma, Sálmabókina og Passíusálmana.
Að sjálfsöögðu þurfa nemendur að hafa þessar um-
getnu bækur við hendina, eiga þær eins og aðrar náms-
bækur, svo þær verði þeim handgengnar.
Síra Benjamín Kristjánsson á Laugalandi, sem hefur
kent kristin fræði á Laugalandsskóla í 12 ár, hefur leyft
mjer að birta útdrátt úr erindi sínu um þetta efni í
„Kirkjuritinu“ fyrir nokkrum árum: