Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 61
Hlin
59
má helst til blessunar verða. — Því er treyst, að umhyggja
þeirra fyrir afkomendunum, heill þjóðfjelagsins, og
mannkynsins í heild, sje svo mikil, að til Jiess náms og
starfs ieggi þær fram ekki minni alúð og orku en til ann-
ara starfa í þágu heimilis síns.
Einar skáld Benediktsson segir í einu af sínum djúp-
úðgu kvæðum:
„Móðurhönd, sem vögguvjein rækir,
vegaljósið býr til fjarstu stranda."
Þetta er sannleikur. — Og Jrá er mikið undir því komið,
að sú hönd sje ekki aðeins mild og hlý, heldur stjórni
henni einnig göfug og vitur sál, sem hefur ríka tilfinn-
ingu fyrir ábyrgð sinni og rnikinn skifning á Jrví, 'hvers-
konar gæfuhnoða liún vill gefa barni sínu í vöggugjöf.
Jeg vil að lokum benda á það, að um 300 náansmeyjar
eru á ári hverju brautskráðar t'ir húsmæðraskólum
landsins, Jrað er Javí ekki lítilsvert fyrir kirkjuna, ef hægt
væri að hafa einhver trúarleg áhrif á húsmæðraefnin, sem
besta aðstæðu hafa til að ráða miklu um trú og lífsstefnu
þeirra kynslóða ,sem í framtíðinni vaxa upp í landinu. —
Jeg vil fulfyrða að jarðvegurinn er hvergi betri.
Aðalatriðið með kenslunni virðist. mjer vera Jretta að
reynt sje að vekja ást og skilning námsmeyjanna á megin-
atriðum kristinsdómsins, anda hans og lífsskoðun.
Jeg hef ekki haft meiri ánægju af annari kenslu.
Og ekki er hlustað betur á aðra námsgrein.“
Benjamín Kristjánsson, Laugalandi.