Hlín - 01.01.1958, Page 42
40
Hlin
vatnsknúin. — Þarna starfaði jeg í 14 sumur, 5—7 mánuði
á hverju sumri.
Á veturna var jeg við ýmisleg störf eða nám. — 1909—
1910 var jeg t. d. í Kvennaskóla Reykjavíkur, en 1911—
1912 við framhaldsnám í Lögstrup mjólkurbúi ájótlandi.
í Þykkvabænum líkaðí nrjer ákaflega vel, eins og jeg
væri í hópi nánustu vandamanna. — En ekki vantaði það,
nóg var að gera.
Um sláttinn varð jeg að fara á fætur kl. hálfþrjú eða
þrjú. — Jeg varð nfl. að vera búin að strokka allan rjóm-
ann frá deginum áður kl. 7—8 á morgnana, því þá varð
að lara með rjómabúshestana, þá sem sneru strokknum,
út að Háfsósum til að sækja á þeim rjómann, sem ferj-
aður var yfir ósana ofan úr Háfshverfi og frá Sandhóla-
ferju. — Venjulega var jeg búin að strokka allan rjómann
um hádegi. — Þá var matarhlje. — Ei'tir það var farið í
uppþvott, fitumælingar, ostagerðina o. s. frv.
Vinnudagurinn endaði þetta kl. 6—9, eftir atvikum.
Fyrir og eftir slátt var vinnutími styttri og reglu-
bundnari.
Frá upphafi Rjótnabúsins í Þykkvabæ og til 1915 var
rjóminn sýrður, þareð útlendir kaupendur að smjörinu
gerðu þá kröfu, en eftir að stríðið skall á, tók íyrir út-
flutning smjörs. Þá var hætt að sýra rjómann, því í fyrsta
lagi hafði það mikinn kostnað í lör með sjer, og í öðru
lagi þótti íslendingum verra sýrt smjör.
Árið 1922 hætti jeg störfum í Rjómabúi Þykkvabæjar
og fór annað. — En hvorki hef jeg gleymt Þykkbæingum
nje þeir mjer, þó að árin líði.
Þegar jeg hafði starfað 30 ár samfleytt við rjómabúin,
árið 1938, buðu þessir gömlu vinir mjer heim til sín og
hjeldu mjer samsæti. — Og í hitteðfyrra, þegar jeg varð
sjötug, mæltu þeir sjer mót á Selfossi, 20—30 Þykkbæing-
ar, sumir búsettir lieima í sinni sveit, aðrir syðra, komu
heim til mín niður að Stokkseyri, færðu mjer dýrndis
gjafir og ógleymanlega ánægjustund."
I