Hlín - 01.01.1958, Page 87
Hlin
85
stað. — I þessum línum er eingöngu átt við kirkjugarða í
sveitum. — Til munu vera lög um kirkjugarða og viðhald
þeirra, og í liverri sókn er kosin 3ja manna nefnd til að
annast hag og heill kirkju og kirkjugarðs.
En eins og dæmin sanna lítur út fyrir, að þessi störf
sjeu ekki alstaðar tekin mjög alvarlega, enda eru þau
þegnskylduvinna, og eiga sín laun í þeirri alúð, sem í
þau er lögð. — Væri innan handar að nefna dærni um
mikið tómlæti í þessum efnum.
Það er eins og kirkjugarðarnir hafi svo sjaldan megnað
að minna á sig og koma við hjartað í fólkinu. svo að risið
gæti vakningaralda um bætt útlit þeirra. — Ekki er þó
hægt að loka augunum fyrir tilveru þeirra, og margur
verður að ganga þangað sín þyngstu spor. — Allir kannast
við þann hrollkalda ömurleik að standa í kirkjugarði á
köldum vetrardegi, þótt ekki sje nema meðan kista er lát-
in síga í jörðu og tilsvarandi siðir viðhafðir. — Jeg held,
að þetta yrði stundum ofurlítið mildara, ef kirkjugarður
væri ræktarlegri og betur umgenginn.
Trjágróður veitir skjól, og gangstígir varna því, að fólk
standi á léiðunum. — Hallgrímur Pjetursson kvað:
„Jurtagarður er herrans hjer, helgra Guðs barna legstað-
ir.“ En hverjum getur dottið jurtagarður í hug, sem
gengur inn í umhirðulausan kirkjugarð?
Það er vafasamt, livort það þykir taka því að slá þessa
bletti, sem svo mjög stinga í stúf við vjeltæk túnin, sem
stækka svo óðfluga, að menn virðast tæplega geta stöðvað
sig á fluginu. Það þykir því lítil búbót að þeim töðufeng,
sem upp úr kirkjugarði fæst, enda eru menn orðnir óvan-
ir að slá þúfurnar.
Heyrst liafa raddir frá menta- og fræðimönnum uin
það, að mikil óprýði og óviðeigandi sjeu hinir steyptu
rammar kringum leiði í kirkjugörðum til sveita. — Satt er
það, að steinsteypan er hvergi hlýleg, og gætir þess rneir í
þessum litlu görðum, sem ár frá ári hefur dregist að
stækka, þótt aðkallandi sje. — Það er ömurleg sjón að sjá