Hlín - 01.01.1958, Page 132
130
H Un
gaf mjer aftur græðling í potti, svo að jeg eignaðist „Drop-
laugu“ að nýju. En það blóm varð ekki lengi fallegt, blöðin
fjellu hvert á fætur öðru, og stilkurinn varð kolsvartur. — Því-
lík eymdarsjón! En samt ýddi á eitthvað grænt í toppnum. —
Og ráðgjafarnir hjerna, sem altaf eru svo hollráðir, komu hver
á fætur öðrum og sögðu: „Mikill dæmalaus kjáni er þú að vera
að halda upp á þennan vesaling, hann er dauður.“ — „Nei,“
sagði jeg, „hann er lifandi." — Þær voru svo náðugar, blessað-
ar dömurnar, að þær komu með pottinn upp í rúmið til mín, til
þess að reyna að sannfæra mig um þetta. — Jeg kastaði ekki
blóminu, og viti menn, um haustið, þegar sumarið myntist við
veturinn og kuldinn nísti alt, ja, hvað haldið þið að hafi þá
skeð? Einn góðan veðurdag var mjer sagt, að „Droplaugar11-
stilkurinn ætlaði að fara að blómstra, og það reyndist rjett. —
Fimm yndisleg blóm, en ofursmá, voru á þessum eina stilk. —
Þau voru dásamlega fögur og hrein, en þó miklu minni en þau
eiga að sjer að vera. — „Ó,“ hugsaði jeg, „nú deyr hún alveg,
hún „Droplaug" mín, þetta afber hún ekki.“ — En það fór á
aðra leið. Þegar blómin voru fallin, leit hún enn aumlegar út,
og ráðgjafarnir birtust enn. „Þú ert vitlaus,“ sögðu þeir, en jeg
þvertók fyrir að kasta þessum vesaling. — Svona leið allur vet-
urinn. En um vorið kom til mín kona, sem var grasafróð. —
Eitt hið fyrsta, sem jeg gerði, var að sýna henni blómið og
spyrja ráða. — „Neggið lifir,“ sagði hún, „þá er altaf einhver
von.“ — Og svo kom okkur saman um, að hún tæki blómið í
fóstur um tíma. — Hún kom með blómið að nokkrum tíma
liðnum. — En sú breyting! — Plantan hafði hækkað að mun og
var nú með fallegum blöðum, og meira að segja fult af blóm-
knúppum á kvistunum. — „Guð minn góður,“ hrópaði jeg, „er
þetta hún „Droplaug“ mín?“ — Já, þetta var hún. — „Þú ættir
að kalla hana „Stellu“,“ sagði konan, „því hún er svo fögur.“ —
En jeg vildi ekki sleppa „Droplaugar“nafninu, og síðan köll-
uðum við hana „Droplaugu Stellu“. — En við ráðgjafa mína
sagði jeg: „Þarna sjáið þið, hvort kærleikurinn sigrar ekki. —
Hefði jeg farið að ykkar ráðum, ætti jeg nú enga „Droplaugu".
Meðan hjartað lifir, er altaf von.“
Þessi saga er skrifuð í minningu Droplaugar.
Eva Hjálmarsdóttir.