Hlín - 01.01.1958, Qupperneq 114
112
Hlin
því þar er margt samankomið, þættir og sögur, sem er
sjálfstætt með öllu, og þó reynt að sameina sumt af því í
nýjar heildir. — Flateyjarbók hefur löngum verið einna
írægust fornrita vorra og þótt hin mesta gersemi. — í
henni er allmikið efni, sem hvergi er annarsstaðar á
skinni. — En við það bætist hin óvenjulega stærð bókar-
innar, ágæti frágangur og einstaklega góða varðveisla. —
En eitt af því, sem sjerstakt er og skemtilegt um Flateyj-
arbók meðal íslenskra skinnhandrita, er vitneskja sú, sem
vjer höfum um það, hvar, hvenær og hvernig hún er til
orðin. — Enginn vafi leikur á því, að Jón Hákonarson í
Víðidalstungu hefur ekki einungis átt bókina heldur látið
skrifa liana. Jón er fæddur 1350.— í formála bókarinnar
er skýrt frá eiganda hennar, efni og skrifurum. — Elateyj-
arbók virðist að mestu rituð á árunum 1382—1387. —
Formáli Flateyjarbókar nefnir sem skrifara prestana: Jón
I’órðarson og Magnús Þórhallsson.
Það er hvort tveggja, að þeir menn, sem áttu Flateyjar-
bók í hjer um bil 230 ár, liver fram af öðrum, voru engir
kotungar, enda hafa þeir kunnað að meta bókina og varð-
veitt hana sem kjörgrip ættarinnar.
Flateyjarbók s'lapp við glötun, en hinsvegar lágu fyrir
henni sömu örlög sem öðrum íslenskum skinnbókum, er
af komust: Að flytjast úr landi.
Síra Jón Ilalldórsson í Hítardal getur þess í sögu
Brynjólfs biskups (í Biskupasögum sínum) að Friðrik III,
liafi skrifað honum ,,að útvega hjer í landi fornar bækur,
sögur og gömul document, sem fást kynni hans Majestati
til þjenustu og þóknunar og til að auka hans konglega
bibliothecam."
Biskup auglýsti þessi tilmæli konungs brjeflega í lög-
rjettu á alþingi 1656, skoraði á almenning að láta sig fá
t il kaups gamlar bækur, eða til láns að láta rita eftir þeim,
og bauðst til að taka við og koma til skila bókum, er
menn vildu gefa konungi.
Síra Jón í Hítardal heldur áfram frásögn sinni: