Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 7
Hlin
5
slúlknanna: ,/Þú ert þó líklega ekki svo vitlaus að ætla
að vera heima í vetur!“ — Svo fjarstætt finst þeim það,
og þó eru húsakynnin orðin góð, björt og hlý, sími, út-
varp, vegir, fjelagsheimili, kaup heima o. s. frv.
J?etta er múgsefjun í hæsta máta.
Ætla mætti, að nóg sje til að vinna, auk venjulegra
heimilisstarfa: Vefnaður, vjelprjón, saumaskapur, auk
heimilishjálpar, sem nú er mikil þörf fyrir, og er vel
launuð, eða að veita öðrum tilsögn, því nú eru flestar
stúlkur skólagengnar, en ómerkileg skrifstofu- og búðar-
störf eru meira metin.
Það er talið eðlilegast og eftirsóknarverðast fyrir kon-
una að giftast og eignast heimili, en þá verður konan líka
að taka nrikla ábyrgð á sínar lrerðar. „Því tæpt er á stig-
unum, hált er í heimi“. — Konan ræður andanum á 'heim-
ilinu, og talið er, að áhrifin, sem börnin verða þar fyrir
fyrstu árin, móti þau alla æfi. Þar er undirstaðan lögð. —
Konan þarf að virða heinrilið og þau verk, sem þar eru
unnin, og kenna börnunum það. — Unga fólkið þarf að
læra að skenrta sjer lreima, sækja ekki alla skemtun að
lteinran. — Ef húsnróðirin hefur lag á að venja unga fólk-
ið á að skemta sjer og öðrunr heinra, sjá þau brátt að
þetta er alveg eins gaman. — Þau hafa líka skyldur við
heimilisfólkið, senr oft situr fáment heima og leiðist. —
Maður lreyrir oft þessa afsökun, þegar talað er um að
vera kyr heinraog skenrta sjer þar: „Jeg lref ekkert gaman
af því“. „Mig langar ekkert til þess“.
Það hefur oft verið sagt, að konan stjórni heiminum,
og það löngu áður en nokkur lagastafur var til þar að
lútandi, eða nokkur kvenrjettindi. — Það hefur verið
sagt, að konan geti vafið karlmanninum um fingur sjer,
og Frakkar þykjast hafa reynslu fyrir því, að hún eigi
þátt í flestu því sem skeður, hvort sem það er gott eða
illt. „Hvar er konan“? segja þeir. — Sagan segir, að það
sje konan, eldri og yngri, sem eigi mestan þáttinn í flutn-
ingnum til bæjanna úr sveitunum. — Sagan segir, að sam-