Hlín - 01.01.1958, Page 159
Hlin
157
NOKKRIR STEINAR
sendir Steini Ármannssyni, verkstjóra í Bakkagerði í
Borgarfirði, sjötugiun, 7. mars 1954.
Steinar standa cinir.
Steinn frá mörgu greinir.
Steinar stuðning veita.
Við stein má afl þreyta.
Steinn Fullsterkur er þungur.
Steinn heitir Miðlungur.
Á steini var stál lúið.
Frá steini Amlóða flúið.
Steinn er i stuðlabergi.
Steinn aumingi finst hvergi.
Steinar á stefnur vísa.
Úr steini varðar rísa.
Úr steini stendur viti.
Steinn sýnir ýmsa liti.
Úr steini má stál vinna.
Steinar fortíð kynna.
Steinn er í stjóra hafðtir.
Steinn er í vegg lagður.
Steinn er við stæði hesta.
Steinn er kjölfesta.
Steinn er gullsígildi.
Greyptur var steinn í skildi.
í stöður má steinum hreykja.
Steinar eld kveikja.
Steinar stofur prýða.
Steintök Grettis sjást víða.
Úr steyptum steinum er arinn.
Á steini fiskur barinn.
Steinn hurð að staf hrindir.
Úr steinum höggnar myndir.
Steinar stiklur í keldttr.
Með steinflögu bældur eldur.
Steinn er við stoð kendur.
Steinn úr slöngu sendur.
Við stein skal stál eggja.
Hornstein til heilla leggja.
Steinlampi stóð á fæti.
Steinn var Snotru sæti.
Við lilóðarstein leikur logi.
Á Lagarfljóti var steinbogi.
Með steinlóði á vog er vegið.
Viðarsteins grjót að dregið.
l'rr steini var snældusnúður.
Snýst nú steinn rafknúður.
Skjólsteinn er beztur við bakið.
Bikstcin jeg hef i þakið.
Kirkjusteininn jeg kenni.
Kvarnarstcin höndum spenni.
Við Grástcininn Góa minnist,
þó glerkollur skrautsteinn finnist.
Hlautbolli úr steini eða stáli.
Steinhring jeg tel með prjáli.
Steinaxar starfsmenn nutu.
Steinyddum örvum menn skutu.
Dvergar í steinum iðn stunda.
I steinum álfar blunda.
Steinrunnin, stirðnuð tröllin
standa nú víða um fjöllin.
Hjá Iíksteinum lind rennur.
Við Lurkastein vopnasennur.
Lífsteinar lim við græddu.
Með lausnarstein konur fæddu.
Óskasteinn ágirnd eykur.
Augasteinn frjáls leikur.
Stein má í sluðla fella.
Steinn er varinhella.
Stórvötn mcð steini brúuð.
Á stcina er öldin trúuð.
Stein má stórvirkan kalla.
Steinar úr lofti falla.
Við steina stangast bára.
Steinn er sjötiu dra!
Halldór Ármannsson, Snotrunesi, Borgarfirði, eystra.