Hlín - 01.01.1958, Page 32
30
Hlin
► samglöddumst Helgu Hannesdóttur sjötugri, á hinu
ágæta heimili hennar, þegar andlátsfregn hennar barst
um dalinn. — Tveim dögum áður sá jeg hana glaða og
hrausta, að því er virtist, í fylgd með vinum sínum. — En
hann gerir ekki boð á undan sjer sláttumaðurinn mikli.
Með Helgu er fallin í valinn ein af merkustu dætr-
um hjeraðsins. — Hún var gædd ágætum hæifleikum og
hlaut gott uppeldi. — Áhugi hennar á öllum sönnum
framfaramálum var hreinn og sterkur eins og skapgerð
hennar. — Ekkert var henni fjær en að sýnast. — Öll yfir-
borðsmenska var henni ógeðfeld.
Ilún gat verið fálát í fyrstu, en það stafaði af með-
fæddri gætni. Hún vildi í engu rasa fyrir ráð fram. — En
liver sem náði vináttu hennar, átti hana óskifta.
Fjelagslynd var hún í besta lagi. Ungmennafjelagi var
hún frá stofnun þess til dauðadags. — Hún var einnig ein
af fyrstu stofnendum Kvenfjelags Reykdæla, og fjehirðir
þess fram á síðasta ár. Og í báðum þessum fjelögum var
hún fjelagi meira en að nafninu til. — Hún var starfandi
kraftur, sem ætíð hvatti tii framkvæmda, og lagði ætíð
sjálf hönd á plóginn, ótrauð og eftirtölulaust, hvort sem
um störf, eða fjárframlög var að ræða.
Heimili hennar bar svip hinnar traustu, hagvirku og
hreinlátu húsfreyju. — I>ar voru engin skúmaskot, alt var
hreint og fágað, en þó án alls tildurs og íburðar. — Öll
heimilisprýði var að mestu hennar verk. — Hún átti þann
hagleik og hugmyndaauð, sem er fremur fágætur, samfara
óvenjulegum dugnaði í framkvæmd, og þetta setti svip á
heimili hennar, utanliúss og innan.
Blómarækt og skógrækt voru hennar hjartans áhuga-
mál, enda sýnir umhverfi Skáneyjar, að þar hefur verið
starfað að því að klæða landið af fágætri árvekni og alúð.
Jeg sá ekki Skáney áður en Helga varð þar húsfreyja,
en jjeir sem vel þekkja til, telja, að fáar jarðir hjer um
slóðir, hafi jafnfljótt og örugglega risið úr rústum og
Skáney, eftir að Helga og Bjarni tóku sjer bólfestu þar.