Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 116
114
Hlín
„ÍSLENSK LIST FRÁ FYRRI ÖLDUM
Til þess að skapa list þarf listamaðurinn efnivið, tóm
og tíma, og síðast en ekki síst njótendur, eyru sem heyra
vilja, augu sem sjá vilja.
Það eru njótendurnir, listarþörf þjóðfjelagsins á hverj-
um stað og tíma, sem hvetja listamanninn til starfa og
beina viðleitni hans á tilteknar brautir.
-----o-----
Hjer voru aldrei bæir eða borgarastjett, sem ætíð og
allsstaðar skapa listinni alt önnur og fullkomnari skilyrði
en svifaseint og fábreytilegt bændaþjóðfjelag getur gert.
— Hinar miklu miðaldabókmentir íslendinga, sem hátt
eru hafnar yfir það, sem venjulega er nefnt alþýðulist,
eru með rjettu taldar undantekning, einstætt menningar-
afrek, miðað við þær aðstæður sem ttm var að ræða.
Þeir menn voru til, þegar í fornöld, sem kunnu að
smíða fagurlega skreytta skála og voru eftirsóttir til þeirra
hluta.
Miðaldabókmentirnar eru hið eina framlag íslendinga
til heimsmenningarinnar, og í sambandi við það blómg-
aðist myndlist handritanna.
Það er óhætt að fullyrða, að hjer á landi hafa á miðöld-
um verið margir menn, sem áttu þess kost að beita sjer
mikið til óskiftir að því að skrifa og „lýsa“ bækur fyrir
höfðingja og kirkjur, og í heimildum bregður fyrir einn
og einn þessara manna með nafni. — Þessir menn hafa
verið eftirsóttir og list þeirra í hávegum höfð, enda sýna
skinnbækur vorar, að þeir náðu býsna langt í list sinni,
bæði stafagerð, skrautverki og myndum, sem alt eru þætt-
ir í handritalistinni.
Að vera hög á hendur liefur ætíð verið talinn einn sá
kostur, sem bestur má konuna prýða, og þegar vanda
skyldi til uppeldis ungrar meyjar, þótti sjálfsagt að hún