Hlín - 01.01.1958, Qupperneq 21
Hlin
19
skólann, var hafin fjársöfnun um land alt, og tókst hún
svo vel, að frú Lauridsen gat flutt skóla sinn í nýtt og
miklu fullkomnara húsnæði 5. maí 1897.
Forstöðukonan unga hjelt samt ekki kyrru fyrir þessi
ár, margt þurfti að gera fyrir nýstofnaðan skóla. — Hann
hafði farið vel af stað, en ekki mátti þar við sitja. — Fólk-
ið í landinu varð að sjá og skilja, að hjer var merkilegt
mál á dagskrá, mál, sem varðaði svo að segja hvert manns-
harn í landinu.
Hún knúði á dyr ríkisvaldsins, og haft var eftir þing-
mönnum, að ekkert þýddi að vísa frú Lauridsen á dyr,
hún kæmi bara að vörmu spori aftur, annaðhvort um
bakdyrnar, eða inn um gluggann, ef ekki vildi betur till
En hún sagði eins og einn góður íslendingur sagði eitt
sinn; „Það skal fram sem stefnir, meðan rjett stefnir." —
Oo hún kom sínu fram.
Nú var ferðinni heitið til Englands, fjekk hún styrk til
þei.rar farar. — Sú ferð varð mjög giftudrjúg. — Eftir
heimkomuna kom hún á fót umferðakenslu fyrir hús-
mæður, og að 10 árum liðnum voru skráðir 60.000 þátt-
takendur, e; sótt höfðu þessa kenslu.
Námskeið þessi voru á kvöldin, svo konur gætu betur
notið þeirra.
En nú sá hún fram á, að skortur yrði á kenslukonum.
— F.nginn kennaraskóli f húsmæðrafræðum var til land-
inu og því engar lærðar kenslukonur, en sýnt var, að fólk-
ið vildi fræðast um þessa hluti, það sýndi aðsóknin að
námskeiðunum og skólanum í Sorö.
Búnaðarfjelögin á Sjálandi höfðu fallist á það árið
1901 að taka að sjer og bera kostnað kvöldnámskeiðanna,
en þau fóru þá fram á það við frú Lauridsen, að hún sæi
um mentun kennara fyrir námskeiðin, og um leið lofuðu
þeir henni stuðningi.
Þá var það, sem frú Lauridsen leitaði til föðurbróður
síns, Joh. I.aur., sem áður er nefndur, þvf hann sagði við
2*