Hlín - 01.01.1958, Side 72
nútímanum með góðum árangri.. — Má þar til nefna
Digitalis við 'hjartasjúkdómum og Kínin við Malaríu. —
Ópíum er unnið úr valmúa. — Scabiosa var notuð við
kláða. — Úr Venusvagni var unnið sterkt eitur, enda er
jurtin, og þó sjerstaklega rót hennar, baneitruð. — JÞannig
mætti lengi telja. — Til eru sagnir um það, að ef lík voru
klædd í sokka, sem litaðir höfðu verið úr litunarmosa,
rotnuðu fæturnir ekki, heldur hjeldust alveg heilir, er
annað var komið í duft. — Rotvarnarefnið í mosalitnunr
var svo sterkt, að það verndaði, þar sem það náði til.
Seinni tímar hafa einnig leitt í ljós margt merkilegt á
sviði lækningajurta. — Sameinuðu Þjóðirnar hafa gefið
þessu máli mikinn gaum, leitað eftir að draga fram í dags-
Ijósið og látið taka til rannsóknar ýmsar þær jurtir, sem
frumstæðar þjóðir hafa notað til lækninga. — Nýlega er
það til dæmis viðurkent og vitað, að jurtin Aloe Vera,
eða safi hinna þykku blaða hennar, er mjög græðandi á
bruna eftir geislaverkun.
Ilmur ýmsra blóma er mjög þægilegur, og langt er síð-
an farið var að búa til ilmvötn tir hinum ilmsætu blóm-
um. — Þjóðsága hermir, að höfðingi einn austurlenskur
skipaði svo fyrir, að rósablöð skyldu sett í baðvatn sitt,
svo það yrði ilmandi. — Þegar það hafði verið gert, tók
hann eftir því, að fitubrák var á vatninu. — Hann Ijet
fleyta hana ofan af. — Þá brá svo við, að ilmurinn hvarf.
Þannig komust menn á snoðir um að ilmur rósanna er
bundinn rósaolíunni.
Fyr á árum kunnu menn ekki að búa til sápu, og var
þá ýmislegt notað í hennar stað, þar á meðal vissar teg-
undir jurta. — Þessar sápujurtir voru því ræktaðar sem
nytjajurtir í upphafi. — Er menn komust á lag með sápu-
gerð, hurfu þær úr sögu sem slíkar, en þær hurfu þó ekki
úr görðunum, þær urðu þar kyrrar sem skrautjurtir. —
Og þannig varð þróunin, að fjöldi jurta, sem upphaflega
voru teknar til ræktunar sem nytjajurtir, urðu kyrrar sem
garðjurtir eftir að hætt var að nota þær til daglegra þarfa,