Hlín - 01.01.1958, Page 40
38
Hlin
Öll fjelagsstörf vann hún með gleði og af áhuga.
Við 'hörmum öll fráfall Guðnýjar, þó hún væri aldin
að árum, var hún jafnan glöð og hreif og ráðagóð.
En þungbærast verður fráfall hennar heimili einkason-
arins. — Þar reyndist Guðný sem fyr ágætiskona. — Hún
tók tengdadóttur sinni, þeirri góðu konu, sem kom úr
framandi landi, þótt af íslenskum stofni væri runnin,
tveim höndum, og reyndist henni sem besta móðir og
barnabörnunum var hún sannur engill.
Guðný Björnsdóttir var fædd 4. desember 1879 á
Breiðabólsstað í Vesturhópi. Foreldrar hennar voru þar
um það leyti hjá síra Jóni Kristjánssyni, föðurafa Guð-
nýjar. En á Syðri-Þverá bjuggu þau hjón síðar, og þar ólst
Guðný upp.
Guðný var Þingeyingur í föðurætt: Af öndvegisætt:
Illugaætt, svonefndri. — Móðurættin var sunnlensk og er
hún mjer ókunnug.
Halldóra lijamadóttir.
(Birt í dagblaði á Akureyri 6. okt. 1956.)
Margrjet Júníusdóttir,
Móhúsum, Stokkseyri.
Rjómabústýra í hartnær hálfa öld.
(„Hlín“ hefur fengið leyfi ,bæði Margrjetar og Guð-
mundar Daníelssonar, ritstjóra „Suðurlands", til að birta
útdrátt úr viðtali við M. 1954.)
Tímabil rjómabúanna á íslandi hefst um aldamótin
1900 og varir um þrjá áratugi, alt þar til mjólkurbúin
taka að rísa á fót.
Vel fer á því að staldra við, og rilja upp nokkur atriði
úr starfssögu þeirra.