Hlín - 01.01.1958, Page 68
r»G
Hlin
unnar Edith Cavell, sem ljet lífið við að hjálpa og líkna
hermönnunum í heimsstríðinu mikla:
„Þjóðrækni er ekki nóg. Guðrækni verður að fylgja."
Jarðvegurinn er nú undirbúinn og nýir menn teknir
við, en eins og jörðin notar ár frá ári alt fyrir frjósemi
sína, eins viljum við íslendingar í þessari álfu leggja
blómsveig þakklætis og virðingar að minningu þeirra,
sem lögðu grundvöllinn og bygðu ofan á svo traustlega,
að við amerískir íslendingar, Vestur-íslendingar, eða
hvað við erum kallaðir, njótunr góðs af, því að þeir voru
hjá okkur um stund sem leiðtogar í guðrækni og þjóð-
rækni.
Margrjet Gunnarsdóttir Stephensen.
„ÚRVAL“ (Readers’ Digest).
Það eru S6 ár liðin, síðan ung hjón í Ameríku tóku að gefa út tímarit
með þessu nafni. 1 því áttu að vcra lirvalsgreinar, tindar saman víðs vcg-
ar að úr heiminum, um þau efni, scm ætla mætti að almenningi gcðjað-
ist að.
Þessi ungu mentahjón, Lila og William, voru bæði prestsbörn, alin
upp við sparneytni og holla heimilisháttu. Rit þcirra hefur horið i»læ af
þessari lífsskoðun allt fram á þennan dag. Heilbrigð hjartsýni og lífsgleði
hefur einkent ritið, og þess vegna hefur það ef til vill fallið almcnningi
•svo vel í geð.
Ritið fjallar um allar nýjungar milli himins og jarðar og hcfur fjölda
úrvals starfsmanna.
Ritið er feiknarlega útbreitt. Um 10 milljónir er upplagið í Ameríku,
og 17 lönd hafa farið að dæmi stofnendanna og fengið leyfi þeirra til að
þýða útdrátt á sitt mál. íslenska „Úrvalið" er 17 ára gamalt og hefttr
getið sjer góðan orðstír.
Þessi góðu hjón eru mjög vinsæl af háum og lágum. Þau láta margt
gott af sjer leiða. Allt sýnist benda til þess, að konan, litla konan, hún
Lili, sje aðaldrifkrafturinn. Hjónin byrjttðu með tvær hendur tómar, en
þetta hefur orðið úr því, og nú eru þau orðin rík.
Skrifstofurnar og starfssvæðið er náiægt Netv York og cr eins og heilt
þorp.
I-Ijónin eru barnlaus, en allt starfsliðið er börn þeirra. Þau láta sjer
mjög ant um það. Lili hugsar um hvcrn cinstakling, að honum líði
sem best, að hlýiegt og fallegt sje á starfssvæðinu og skrifstofunum, blóm
og bjart og hlýtt.