Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 139
Hlin
137
sljettu, sá hann að börn láu þar í lynginu, þau voru á berjamó,
þau störðu hissa á hinn ókunna, svipþunga mann á ljósa hest-
inum. — Hann reið fyrir ofan garð og neðan á mörgum fögrum
bæjum, þar sem áin sást renna í bugðum eftir eyrunum og
hverfur í fjarska.
Hann reið heim á einn bæinn, þar bjó gamall kunningi hans.
— En það var ekki að nefna, að hann fengi að fara á stað svo
fljótt aftur, hann varð að bíða eftir kaffi og fá sjer í staupinu, —
það voru svo mörg ár síðan þeir höfðu sjest, vinirnir. — Grana
var slept í túnvarpann, — það var nógu snemt að ná í ferjuna.
— Öllum brögðum beitti bóndinn til þess að halda svo sjald-
sjeðum gesti. — Það bar líka eitthvað nýrra við, þegar hann
kom.
Aflíðandi miðaftni komst þó Sigmundur loksins á stað, og
náði fyrir háttatíma á ferjustaðinn. — Það var ferjað af sand-
eyri einni, sem skarst fram í ána. — Þar lá maður á eyrinni í
sandinum, og var hann líka að bíða eftir ferjunni — það var
Ari, og var hann rjett nýkominn þangað. — Hann heilsaði Sig-
mundi, en auðsjeð var, að hann var hissa á að sjá hann.
„Það gengur víst eitthvað að honum Jóni ferjumanni,“ sagði
hann. — „Honum þykir víst betra að flatmaga í rúminu en að
ferja. — Það verður annars ekki neitt gaman að híma hjerna á
tanganum í kuldanum í nótt eftir sólarlag.“ — „Það er þó gott,“
sagði Sigmundur, „að það er ekki langt frá sólsetri til sólar-
uppkomu núna um hásumarið.“
Ekki töluðu þeir meira saman, enda steinsofnaði Ari að
vörmu spori, þar sem hann lá endilangur í sandinum með
treyjuna ofan á sjer og þverpokann undir höfðinu.
Ekki kom ferjan. — Sigmundur gat ekki sofið, og nóttin leið
seint. — Lengst af var albjart, fuglarnir flugu eins Ijett og
kviklega og á daginn yfir höfði Sigmundar, þangað til hann sá
þá alt í einu setjast á víð og dreif um eyrina niður í sandinn. —
Það var rjett í því bili er sólin settist. — Himininn gránaði og
köld hafræna ljek um Sigmund. — Grani skalf af kulda og Sig-
mundur hefði víst líka skolfið, ef hann hefði ekki tekið það
ráð að berja sjer til hita. — Hann heyrði þá undarleg vein, eins
og börn væru að gráta — og ósjálfrátt fór hann að hugsa um
Sigríði á Brekku, og þó þekti hann hljóðið svo vel frá yngri ár-
um sínum, það voru kópar, sem voru að góla, að gömlum vanda,
og skaut hjer og hvar upp gráum kollum í kringum Sigmund
úti á ánni. — Alt í einu fór að birta, fuglarnir flugu upp, Grani
reisti makkann, fjallstindarnir roðnuðu og straumgárarnir á