Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 122

Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 122
120 Hlin Smásaman rætist óskadraumur fólksins um aukið rafmagn á fleiri býli í sveitinni. — Nú er verið að leggja á um 20 býli, áð- ur var búið að leggja á 11 býli, í Barnaskólann og í Fjelags- heimilið. — Er þá eftir um það bil fjórði hluti sveitarinnar, sem ekki hefur fengið rafmagn frá Sogsvirkjuninni. Barna- og unglingaskóli er starfræktur í sveitinni með 40— 50 nemendum og eru flestir af þeim í heimavist. Allmikið er unnið að jarðabótum, sjerstaklega þurkun á blautum mýrum. Og margir heyja nú aðeins girt og gróin tún. — Svona er nú þetta, 10. mars 1958, þegar þetta er skrifað. Ætti jeg kannske að segja „Hlín“ lítið eitt frá Ungmenna- fjelaginu og húsinu þess, „Fjelagsgarði“. — Fyrst framan af hafði fjelagið „Drengur“ yfir engu húsnæði að ráða. — Fundir voru haldnir í baðstofum heimilanna, í hlöðum eða undir beru lofti, þegar veður leyfði. — Fjelagslífið var ágætt, en þörfin fyrir eigið húsnæði var öllum ljós frá upphafi, enda var strax farið að vinna að því að eignast eigið heimili. — Fyrsti árangur var viðbygging við lítið þinghús sveitarinnar. — Bætti það úr brýnustu nauðsyn, og var mörg ár samastaður fyrir fundi og skemtanir fjelagsins og sveitarinnar í heild. — En með auknum þörfum og kröfum nægði ekki þetta húsnæði til lengdar, og var snemma farið að vinna að undirbúningi byggingar fullkomins fjelagsheimilis. — Eftir mikið undirbúningsstarf var svo 17. júní 1945 hafin bygging „Fjelagsgarðs“. — Byggingarsjóður var þá smár, aðeins 20 þúsund kr., en bjartsýni og samhugur fjelgsmanna var í góðu lagi: Einn fjelgsmanna teiknaði húsið og var yfirsmiður við trjeverk, annar var múrari. — Annars var vinnuaflið aðallega fjelagsfólkið, bæði piltar og stúlkur, mest unnið í sjálfboðavinnu. — En margt þurfti að kaupa: Efni, og fagvinnu við múrhúðun og málningu, raf- og hitalögn o. fl. — Byggingasjóðurinn var því fljótur að eyðast. — Þá var leitað til fjelagsmanna, og lögðu þeir fram talsvert fje í frjálsum sam- skotum, þá lagði Kvenfjelagið fram 10 þsúund kr. — Þegar þetta var þrotið, voru gefin út skuldabrjef að upphæð 60 þús- und kr., og seldust þau öll innansveitar á stuttum tíma. Þau voru til 12 ára, og greiðast upp á þessu ári. — Þegar búið var að múrhúða húsið að utan, var það tekið í notkun. Þá fóru að koma inn peningar, sem inn komu á skemtisamkomum. — Hús- ið er um 300 flatarmetrar að grunnmáli. — Salur 16x8 m. — Leiksvið 8x8 m. — Á hæð er einnig eldhús, kaffistofa og geymsluherbergi. — í kjallara er inngangur, fatageymsla, 2 hreinlætisherbergi, kyndingarklefi og 3 herbergi tilheyrandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.