Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 122
120
Hlin
Smásaman rætist óskadraumur fólksins um aukið rafmagn á
fleiri býli í sveitinni. — Nú er verið að leggja á um 20 býli, áð-
ur var búið að leggja á 11 býli, í Barnaskólann og í Fjelags-
heimilið. — Er þá eftir um það bil fjórði hluti sveitarinnar, sem
ekki hefur fengið rafmagn frá Sogsvirkjuninni.
Barna- og unglingaskóli er starfræktur í sveitinni með 40—
50 nemendum og eru flestir af þeim í heimavist.
Allmikið er unnið að jarðabótum, sjerstaklega þurkun á
blautum mýrum. Og margir heyja nú aðeins girt og gróin tún.
— Svona er nú þetta, 10. mars 1958, þegar þetta er skrifað.
Ætti jeg kannske að segja „Hlín“ lítið eitt frá Ungmenna-
fjelaginu og húsinu þess, „Fjelagsgarði“. — Fyrst framan af
hafði fjelagið „Drengur“ yfir engu húsnæði að ráða. — Fundir
voru haldnir í baðstofum heimilanna, í hlöðum eða undir beru
lofti, þegar veður leyfði. — Fjelagslífið var ágætt, en þörfin
fyrir eigið húsnæði var öllum ljós frá upphafi, enda var strax
farið að vinna að því að eignast eigið heimili. — Fyrsti árangur
var viðbygging við lítið þinghús sveitarinnar. — Bætti það úr
brýnustu nauðsyn, og var mörg ár samastaður fyrir fundi og
skemtanir fjelagsins og sveitarinnar í heild. — En með auknum
þörfum og kröfum nægði ekki þetta húsnæði til lengdar, og var
snemma farið að vinna að undirbúningi byggingar fullkomins
fjelagsheimilis. — Eftir mikið undirbúningsstarf var svo 17.
júní 1945 hafin bygging „Fjelagsgarðs“. — Byggingarsjóður
var þá smár, aðeins 20 þúsund kr., en bjartsýni og samhugur
fjelgsmanna var í góðu lagi: Einn fjelgsmanna teiknaði húsið
og var yfirsmiður við trjeverk, annar var múrari. — Annars var
vinnuaflið aðallega fjelagsfólkið, bæði piltar og stúlkur, mest
unnið í sjálfboðavinnu. — En margt þurfti að kaupa: Efni, og
fagvinnu við múrhúðun og málningu, raf- og hitalögn o. fl. —
Byggingasjóðurinn var því fljótur að eyðast. — Þá var leitað til
fjelagsmanna, og lögðu þeir fram talsvert fje í frjálsum sam-
skotum, þá lagði Kvenfjelagið fram 10 þsúund kr. — Þegar
þetta var þrotið, voru gefin út skuldabrjef að upphæð 60 þús-
und kr., og seldust þau öll innansveitar á stuttum tíma. Þau
voru til 12 ára, og greiðast upp á þessu ári. — Þegar búið var
að múrhúða húsið að utan, var það tekið í notkun. Þá fóru að
koma inn peningar, sem inn komu á skemtisamkomum. — Hús-
ið er um 300 flatarmetrar að grunnmáli. — Salur 16x8 m. —
Leiksvið 8x8 m. — Á hæð er einnig eldhús, kaffistofa og
geymsluherbergi. — í kjallara er inngangur, fatageymsla, 2
hreinlætisherbergi, kyndingarklefi og 3 herbergi tilheyrandi