Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 13
Iilin
11
inginn. — Árskaupið var 40 krónur, en búningurinn kost-
aði 100 krónur, gerður af húsmóðurinni, sem var mikil
liannyrðakona, og ein a£ aðdáendum Sigurðar málara. —
Stúlkan þurfti því að vinna hálft þriðja ár fyrir búningn-
um, en hún ljet það ekki aftra sjer. — Búningurinn komst
upp og er enn til í ættinni.
Konur notuðu búninginn við allar kirkjulegar athafn-
ir, í veislum og jafnvel í heimahúsum. — Kyrtill var not-
aður við dansleiki. — Sigurður vildi koma því á, að ís-
lenskar konur og stúlkubörn notuðu hversdagsföt með
kyrtilsniði.
Sigurður teiknaði, málaði og gerði snið. — Uppdrætt-
irnir eru margir af íslenskum blómum. — Þeir eru yndis-
legir. — Konurnar saumuðu, kendu og aðstoðuðu á ýms-
an hátt.
Frú Guðrún segir: „Jeg teiknaði, undir umsjá Sigurðar,
flesta uppdrætti hans og saumaði marga þeirra eftir fyrir-
sögn hans.“
„Þessi samvinna við konurnar varð Sigurði málara
uppspretta mikillar gleði,“ segir í bók síra Jóns.
í þessari merkilegu hreyfingu fyrir endurreisn þjóð-
búningsins ber nafn Guðrúnar Gísladóttur einna hæst. —
Ekki einungis vegna þess, að hún var ein í hópi þeirra
ágætu kvenna, sem aðstoðuðu Sigurð málara og unnu
með honum, heldur þó sjerstaklega vegna þess, að hún
gekst fyrir útgáfu uppdrátta hans og sniða, að honum
látnum.
Frú Guðrún lætur þess getið, að Sigurði hafi borist
margar beiðnir um uppdrætti til faldbúnings og sniða,
sem honum fylgdu, víðsvegar að af landinu. — Honum
hafi verið það ljóst, að hann myndi ekki komast yfir að
fullnægja öllum þeim beiðnum, og hætta væri á að upp-
drættirnir aflöguðust smásaman, ef þeir væru hvergi til
nema á lausum blöðum. — Fyrir því fór hann, síðustu ár
æfi sinnar, að búa uppdrætti sína og teikningar undir