Hlín - 01.01.1958, Page 8
6
Hlin
tal kvenna sje oft hjegómlegt, og að það sje skemtilegra
að tala við karlmenn en kvenfólk. — Sagan segir, að háa
kaupið, sem ungu stúlkurnar sækjast svo eftir, fari mikið
í föt, komi ekki að verulegum notum.
En þegar í óefni er komið á einhvem hátt, er heimilið
eina vígið, og Guði sje lof, að enn er líknandi hönd að
taka á móti hrösuðu barni opnum örmum.
En ef konan á að stjórna heiminum að sínum hluta,
íjetta við fjárhaginn að sínum hluta, þá þarf að taka al-
varlega í taumana.
Við höfum margar, konurnar, óskað þess á unga aldri
að vera heldur karlar en konur, en þær óskir eru löngu
úr sögunni.
En með tilliti til þess frjálsræðis og þeirra rjettinda,
sem kostur er á, þarf unga konan að leggja þá undirstöðu,
sem veitir öryggi, ef út af ber, vera við öllu búin: Það
getur verið trúlofun, sem slitnar upp úr, skilnaður,
ekkjustand, ógift stand, eða föðurlaust barn. — Hvað sem
fyrir kemur, má konan ekki finna sig einmana eða yfir-
gefna. Hún verður að reyna að búa svo um hnútana.
-----o-----
Frelsið er yndislegt, margrómað. — En það er tvíeggjað
sverð. Og enginn er algerlega frjáls. — Ótal bönd binda
okkur. — Við erum bundnar í báða skó, það þurfum við
konurnar að muna. — Það er vandi að lifa hjá þessari
„hórsömu og syndugu kynslóð". Svo varð Kristi eitt sinn
að orði, og ætli það sje ekki svo enn?
Kúgun er, sem betur fer, úr sögunni: Á heimilunum, í
uppeldinu, í skólunum og í athafnalífinu. — En aginn er
eftir. Og án hans megum við ekki vera. — Hann ver rotn-
un, er sem krydd í tilverunni. — „Allur agi virðist að
vísu í bili ekki vera gleðiefni heldur sorgar, en eftir á
gefur hann friðsælan ávöxt rjettlætisins, þeim er við hann
hafa tamist". — Við erum öll mótuð af honum: Agi á
heimilinu. — Agalaust heimili er óþolandi, eiginlega
óhugsandi. — Eða skóli, agalaus skóli er skrípamynd.