Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 51
Hlin
49
Nú er blessaður veturinn kominn. Guð veit hvað hann
kann að hafa í för með sjer. — Hönd miskunarinnar bjó
svo um, að við sjáum skammt fram í tímann. — Alt er í
hans hendi, það ætti okkur að vera nóg, hvað svo sem á
dagana drífur. — Síðastliðið sumar voru hjer miklir hitar,
en nú er veðrið að breytast og gróandans litblómaðbreyta
útliti jarðarinnar, þó er enn furðu vorlegt, samt hefur
aðeins einusinni komið regnskúr hjer síðan síðasta vetur,
en náttfallið sýnist vera lífgjöfin, grös og jurtir sýna það.
í dag verður mjer hugsað heim. — Jóladagarnir 13 eru
nú á enda, þegar sólin blessuð er runnin í dag. — Jeg sit
úti í gamla ruggustólnum minum að skrifa þjer þessar
línur. Veðrið er svo gott, það andar úr öllum áttum bless-
uð sólarhlýjan. — Klukkan er þrjú, og blessuð sólin lækk-
ar á loftinu og hverfur bráðum bak við fjallið. — Fjallið,
sem minnir mig oft á íslensku fjöllin heima.
Nú er jeg búin að sitja ein í rökkrinu og horfa á jóla-
kertið mitt brenna út á þrettánda kvöld í jólum:
Kertið er brunnið, í reyk upp það rann,
rjetti upp ljóshringinn, meðan það brann,
askan er eftir og útkulnað skar,
alt fer í eyðing, sem fagurt þó var.
Eitt er, sem varir á æfinnar braut,
eilífa ljósið í gleði og þraut.
Jeg var að enda við að borða hangikjötsbita. — Mjer
var sent heilt sauðarlæri og spikfeitur síðubiti frá íslandi
fyrir jólin.
Jeg þakka vil gjöfina góðu,
hún gullinu betri var:
Sótreykta sauðakjötslærið
á svipstundu að vörum jeg bar.
4