Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 73
lílin
71
því fegurð þeirra hreif augað, og ræktun fjölskrúðugs
blómaskrauts veitti sjerstaka ánægju og gleði.
Áhugi fyrir garðrækt hefur því lengi lifað meðal þjóð-
anna, — já, líklega alt frá því að hinar fyrstu manneskjur
lifðu áhyggjulausu lífi í yndisfögrum og frjósömum garði.
Þegar litið er til genginna kynslóða, komum við fljótt
auga á, að garðræktin blómgast eða hnignar með menn-
ingarstraumum tímans og stendur hæst á blómaskeiði
þjóðanna. — Garðar konunga fornaldarinnar voru sumir
með þeim glæsibrag að enn fara af því sögur. — Til eru
skráðar heimildir frá tíð Sanheribs (Sennacherib) Assyríu
konungs um stærð garða hans, og um þá leiðangra, senr
hann gerði út af örkinni til að leita plantna, og um hinar
mörgu tjarnir, er hann ljet útbúa í görðum sínum. — Þá
voru hengigarðarnir í Babýlon frægir. — Grísku sagnrit-
ararnir Strabo og Diodorus sáu einn þessara garða, áður
en hann hrundi. — Þeir segja að hann hafi verið 1500
feta langur á hlið og smádregist saman á hækkandi þrep-
um, og hafi litið út tilsýndar sem iðgrænt fjall. — Efsta
þrepið, þar sem aðalgarðurinn var, var borið uppi af hol-
um súluboga 150 feta háum. — Súlur þær, sem báru uppi
hengigarðana, voru stundum holar innan og fyltar með
mold og plantað á þær trjám, sem festu þá rætur í mold
súlunnar eða ræturnar þræddu gegnum súluna í jörð
niður.
Á blómaskeiði Persa var garðrækt þar mjög í heiðri
höfð, og þótti konunglegt starf. — Sjerstök námsskeið í
listum garðyrkjunnar voru haldin hjá þeim fyrir yfir-
stjettina. — Cyrus keisari skipulagði sjálfur hallargarð
sinn og gróðursetti í hann plöntur með eigin höndum.
Árið 330 fyrir Krist, þegar Alexander mikli sigraði
Persa, voru persnesku garðarnir afar fagrir. — Grikkirnir
eyðilögðu ekki garðana eins og sumra sigurvegara var sið-
ur. — Nei, þeir hrifust mjög af görðunum og fluttu heim
með sjer fjölda jurta, sem þannig bárust til Evrópu.
Hinir fornu Egyptar voru mjög dugmiklir garðræktar-