Hlín - 01.01.1958, Page 64
02
Hlín
loft sem armur lrans náði og hrópaði: „Það er hún, það er
hún, það eru stormar þúsund ára, sem titra á strengjum
hennar."
Vjer verðum að leyfa Meistara tilverunnar að þenja
strengi sálna vorra, þó að það kunni að vera sárt. — Vjer
megum ekki annað vilja en að strengir lífs vors sjeu sam-
stiltir slaghörpu Guðs, og enginn sársauki má standa í
vegi fyrir því. — Til þess þurfum vjer stormviðrin og
stríðið, áreynsluna og erfiðið. — Og betra er að fiðlu-
strengur lífsins bresti en að hann liggi slappur og ldjóm-
laus ár eftir ár.
En um síðir 'lægir storminn. — Sú kemur stund, að
eilífur friðarbogi umspennir alla tilveru. — Þá kemur
morgun. Þá kemur eilífð.Þá verðum vjer heima hjáGuði.
Jafnvel nú og hjer á jörðu er gott að koma út í storm-
ana, ef maður hefur Jesús með sjer og mætir öllu mótlæti
í heilögu og blessuðu nafninu 'hans.
B. B. J.
ÞJÓÐRÆKNI OG GUÐRÆKNI.
Eftir Margrjeti Stephensen, Winnipeg, Kanada.
Tileinkað íslensku vikublöðunum: „Heimskringlu og
„Lögbergi", sem bæði eru komin yiir sjötugt, með bestu
heillaóskum og þakklæti fyrir liðin ár.
Þegar síra Bragi Friðriksson var prestur á Lundar,
flntti hann eitt sinn erindi í Fyrstu lútersku kirkjunni
hjerna í bænum, sem hann nefndi: „Þjóðrækni og guð-
rækni“. — Mjer varð bilt við, þegar jeg heyrði þet.ta, því
jeg hafði lengi ætlað mjer að nota þetta sama umtalsefni
einhverntíma, sjerstaklega í sambandi við kirkjusókn við
íslenskar messur lijer í borg. — Mjer hefur fundist, að
áhugi fyrir viðhaldi íslenskrar tungu sýndi sig ljóslegast