Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 26
24
Hlín
vissu þeir yfirleitt ekki um persónu hennar eða
sögu.
Sá er þetta ritar ieit eigi Dóróþeu augum fyr en all-
löngu síðar en lijer var komið. — Má það ef til vill undar-
legt þykja, þar sent stuttar eru leiðir milli bæja í Svarfað-
ardal og samgöngur allgreiðfærar. Jeg er hinsvegar forvit-
inn um kyn og ættir manna — þó að til lítils komi. —
llafði frjett, að foreldrar Dóróþeu hefðu búið stórbúi við
mikla rausn þar í Kjarnholtum, og um þessar mundir,
eða skömmu seinna, sjeð Gísla í Kjarnholtum getið að
góðu í Veraldarsögu Sveins Gunnarssonar frá Mælifellsá.
En svo var það fyrir nokkrum árum síðan, er jeg eitt
sinn var að skygnast um í „íslenskum æfiskrám" eftir
liinn hamrama fræðimann og rithöfund, Pál E. Ólason,
að jeg las í II. bindi, bls. 54, eftirfarandi og orðrjett tekið:
„Gísli Guðmundsson (1. okt. 1867—28. júlí 1921)
bóndi: Foreldrar: 'Guðmundur Diðriksson í Kjarnholt-
um í Biskupstungum og kona hans Vilborg Guðmunds-
dóttir. — Varð fyrirvinna hjá móður sinni 19 ára, en tók
að öllu við Kjarnholtum 1896 og bjó þar til æfiloka. —
Var búhöldur ágætur, varð stórbóndi og einn hinn efnað-
asti bænda í Árnesþingi, 'hjálpfús maður, vel metinn og í
sveitarstjórn.
Kona (1896): Guðrún Sveinsdóttir í Efra-Langholti í
Hrunamannahreppi Arnoddssonar. — Börn þeirra, er
upp komust: Vilmundur í Kjarnholtum, Dóróþea barna-
kennari, Einar og Lovísa.“ (Óðinn XXII.)
Parna hafði jeg þá fengið allmikið að vita um ættmenn
Dóróþeu, og þó einkum um persónu og æfi Kjarnholts-
bóndans.
Er hvortveggja, að jeg get ekki — enda ætla mjer ekki
þá dul, að vefengja umsögn þessa.
Dóróþea Gísladóttir var fædd 23. okt. 1896. Ólst upp
hjá foreldrum sínum. Gekk 16 ára gömul í Kvennaskóla í
Reykjavík. Lauk síðar námi í Kennaraskóla í Reykjavík.
— Stundaði nám hjá K. F. U. K. í Kaupmannahöfn. Lauk