Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 113
Hlín
111
Bækur.
FLATEYJARBÓK,
sem nú er geymd í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn,
er stærsta, íslenska skinnbók, sem til er, enda ólíklegt að
önnur jafnstór hafi nokkurntíma verið rituð. — Hún er
alveg heil og ósködduð, vantar ekki í hana neitt blað, er
óskemd af reyk og raka og hvergi svo máð, að torvelt sje
að lesa hana.
Flateyjarbók er 225 blöð, 450 blaðsíður. — Hæð blað-
anna er að jafnaði 42 sentimetrar og breiddin 29 sm. —
Allur ytri frágangur handritsins er hinn vandaðasti og
ríkmannlegasti, skriftin föst og áferðargóð, en upphafs-
stafir sjerstaklega dregnir til skrauts. — Þeir eru litaðir
rauðir, grænir, bláir og brúnir, stundum með fleiri en
einum þessara lita eða jafnvel öllum. — Margir stafirnir
eru skreyttir myndum af mönnum eða dýrum, en þó oftar
rósum eða flúri.
Einsætt er, að geysimikil vinna hefur verið að gera
slíka bók. — Brotið er svo stórt, að ekki hafa fengist nema
tvö blöð úr einu kálfsskinni, svo alls hafa farið 113 kálfs-
skinn í bókina. — Að verka skinnin með nauðsynlegri
varúð, skera þau til og fága, svo þau yrðu hæf til bók-
fells, var bæði vandasamt og seinlegt. Alt var þetta íslensk
heimilisvinna, og úr innlendum efnum var líka blekið og
jurtalitirnir til skreytingar. — Þá hefur verið yfirleguverk
að rita settletur svo jafnt og fast sem lijer er gert, skinnið
óþjált, fjaðrapennar vandskornir, við alt varð að nostra
og ekki síst hefur verið tímafrekt að lýsa bókina, þ. e.
prýða hana með hinum mislitu upphafsstöfum, iiugsa
tilbreytnina í gerð þeirra og draga þá.
Flateyjarbók er fremur bókasafn, eða safnrit, en bók,