Hlín - 01.01.1958, Page 155
Hlin
153
Fundurinn í Laxárdal var fyrsti fundur S. N. K., sem haldinn
var í sveit á fslandi. Voru viðtökur allar hinar ákjósanlegustu,
bæði vegna húsnæðis og viðurgernings. Jeg man, að það var
dálítið þröngt fyrir sýninguna, þegar búið var að ætla fundin-
um og fundarkonunum rúm, en þá kom húsbóndinn og synir
hans með tillögu um að nota smíðahúsið fyrir sýninguna, og var
því tekið með fögnuði. — H.
Úr höfðakaupstað er skrifað: Landsendarjett, sem kölluð var,
stóð við sjó, rjett hjá Rjettarholti, þar sem jeg bjó um 30 ár. —
Rjettin var hlaðin úr grjóti og því gott skjól þarna. — Rjettin
var yfir 100 ára gömul. — Jeg gerði fyrstur manna tilraun með
að setja þarna niður nokkur kg. af kartöflum og fjekk 12-falt
upp. Þarna var nógur áburðurinn. — Jeg hef sett þarna niður
50 kg. á ári í 30 ár.
Þetta varð til þess, að fleiri fóru að nota rjettina fyrir
kartöflur.
Jeg notaði altaf þara og slor til ræktunar, en aldrei húsdýra-
áburð, og því sást aldrei arfi.
Nú er búið að steypa nýja rjett við túnið á Spákonufelli.
Svo var farið að rífa þá gömlu, nota grjótið í vegkanta o. fl.
Jeg var að reyna að halda í mína skjólgarða, sem lengst, en
illa gekk það. — Síðast fóru þeir 1956. — Það er töluvert sett
niður í rjettarstæðið, en lakari uppskera fyrir skjólleysi.
Jón Sölvason.
Islenskar hljómplötur. Haraldur Ólafsson, forstjóri „Fálk-
ans“ í Reykjavík, sendi Elliheimilinu Betel á Gimli 75 íslenskar
hljómplötur að gjöf. — „Fálkinn" hefur um langt árabil beitt
sjer fyrir framleiðslu á íslenskum hljómplötum, og átt þannig
drjúgan þátt í að kynna íslenska tónlist, bæði á íslandi og er-
lendis.
Haraldi var sent skjal í þakklætisskyni með nöfnum allra
vistmanna og mynd af Elliheimilinu.
Frjett frá Kvenfjelagi Saurbæjarhrepps í Dalasýslu: Þann 1.
desember s.l. var sameiginlegt afmælishóf Kvenfjelagsins
og Ungmennafjelagsins haldið að Kirkjuhvoli, samkomustað
sveitarinnar, var það 40 ára afmæli beggja fjelaganna. —
Veislustjóri var presturinn okkar, síra Þórir Stephensen, Hvoli.
Hófið fór mjög vel fram, og skemtu menn sjer við ræðuhöld
og sameiginlegan söng. Einnig söng Kirkjukór Staðarhólssókn-
ar, undir stjórn Magnúsar Jónssonar frá Kollafjarðarnesi. Síðan