Hlín - 01.01.1958, Page 56
54
Hlin
Uppeldis- og fræðslumál.
KRISTNIFRÆÐIKENSLA í KVENNASKÓLUM.
Síra Benjamín Kristjánsson. — Halldóra Bjamadóttir.
Á prestastefnunni vorið 1943 var samþykkt ályktun
þess efnis, að prestastefnan legði til, að í öllum unglinga-
skólum landsins, hjeraðs- og gagnfræðaskólum, hús-
mæðraskólum, kvennaskólum og mentaskólum verði var-
ið minsta kosti einni kenslustund á viku í hverjum bekk
til fyrirlestra og kenslu í kristnum fræðum.
Milliþinganefndin, sem undirbjó skólalöggjöfina 1946,
tók tillit til þessarar ályktunar, a. m. k. hvað húsmæðra-
skólana snerti, og er svo ákveðið í 16. gr. laga um hús-
mæðrafræðslu frá 7. maí 1946, að kristin fræði skuli kend
í húsmæðraskólunum með öðrum bóklegum greinum. —
En það undanbragð er leyft í V. kafla laganna, að heimilt
sje stjórnum skólanna að fjölga eða fækka kenslugrein-
um, að fengnu samþykki fræðslumálastjórnar.
Ein af þeim greinum, sem fyrir fækkun urðu, voru
kristin fræði, sem þó hefðu síst mátt,missa sig úr náms-
skránni. — Nokkrir skólar lrafa þó haldið fast við þessa
upphaflegu ályktun.
Öll fræðsla kvennaskólanna miðar að því að gera vænt-
anlegar húsmæður og mæður færar í starfi sínu: Matar-
gerð og handavinnu. — ;Þeim er ætlað að kynna sjer ís-
lenskar bókmentir og íslenskt mál. — Það er stöku sinn-
um farið í kirkju og það er sunginn morgunsöngur. —
Þetta er alt gott og blessað. — En þessar ungu konur, um
300 talsins ,sem árlega útskrifast úr kvennaskólunum,
þyrftu, í Guðs bænum, einnig að kynnast vel hinum
helgu bókum: Nýjatestamentinu, Passíusálmunum og
Sálmabókinni. — Hvar er fagurt mál að finna ef ekki þar,