Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 112
110
Hlin
Balduin Ryel, kaupmaður, Bebense, skraddari og
Schiöth, bakari.
Og svo voru það nú konurnar, ekki má gleyma þeim,
en þær reka æfinlega lestina.
Konurnar voru bæði fallegar og framtakssamar á Akur-
eyri á þessum árum. — Fyrst skal fræga telja Önnu Páls-
dóttur, Stephensen, f. Melsteð. — Hún var nokkurskonar
Ambassador bæjarins, tók á móti aðkomugestum, inn-
lendum sem erlendum. — Hún tók söðul sinn og hest og
reið til vina í bænum, þegar henni bauð svo við að horfa,
og veður liamlaði. — Svo var Anna Schiöth, sem
liafði fallegasta garðinn við hús sitt, og sumir sögðu
fallegustu dæturnar. — Hún tók síðar að sjer Lystigarðinn
og gerði frægan. Hún hafði ljósmyndastofu í mörg ár.
Henni má þakka, að margur merkur maðurinn er til á
mynd. — Þá voru stofnuð hjer Kvenfjelögin „Framtíðin"
og „Hlíf“. — „Hlíf tók sjer fyrir hendur að stofna til
hjálpar á heimilum, þegar sjúkdómar eða aðrir erfiðleik-
ar steðjuðu að sem frægt er orðið.
Frú Thora Havsteen kendi á þessum árum mörgum
stúlkum matargerð og húshald, sóttust stúlkur eftir að
komast í vist til hennar, því þá voru ekki skólar norðan-
lands í þeim efnum. — Steinunn, skólameistarafrú, gerði
garðinn frægan með blómarækt sinni úti og inni, og með
sinni fínu tóvinnu. — Það þótti og tíðindum sæta, er kona
var gerð að skólastjóra Barnaskólans nokkru eftir alda-
mótin. — Þarna kom seinna upp Samband norðlenskra
kvenna og Ársritið „Hlín“, sem nri á 40 ára afmæli.
„Með þessari greinargerð allri þykist jeg vera búinn að
sanna að Akureyri var sjerstaklega merkilegur bær á þess-
um árum, og átti fáa sína líka, þegar þess er líka gætt, að
bæjarbúar voru innan við tvö þúsund.
Gamall Akureyringur."