Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 49
Hlin
47
Við eignuðumst 10 börn, 8 drengi og 2 stúlkur, níu þeirra
eru á lífi, og eiga öll heima hjer nálægt mjer nema elsti
drengurinn, hann er í Kanada. — Börnum mínum líður
öllum vel, eru þau gift og kornast vel áfram á heiðarleg-
an hátt.
Síðan maðurinn minn dó, hef jeg búið ein í húsi mínu,
og er þakklát meðan jeg hef heilsu til þess. — Jeg má
flytja til Önnu dóttur minnar nær sem er, og geri það, ef
jeg gefst upp á einlífinu.
Jeg læt fylgja mynd af mjer, sem tekin var af mjer 21.
júlí, á afmælinu mínu, 81. árs. — Jeg sit í gamla stólnum
mínum fyrir framan húsið mitt í glaða sólskini, svo augu
mín eru hálflokuð. — En jeg var að spila á harmonikuna
mína: „Mærra minn Guð til þín“. — Ekki hafði jeg spilað
á harmoniku síðan jeg var 17 ára, þar til þarna, fyrir
rúmu ári, að jeg fann gamla harmoniku til kaups. — Og
það var eins og alt vaknaði, sem liefur legið í þagnardjúpi
sálarinnar, sönglögin íslensku við kvæði og sálma, þá
keypti jeg þessa harmoniku, sem þú sjer á myndinni. —
Ilún er búin til í Þýskalandi og hefur tilfinningarríka
tóna. — Jeg var og er námfús á söng, og elska söng nú sem
fyr, en ekki tækifæri til að læra söng fremur en ann-
að. — Inn fyrir skóladyr hef jeg aldrei komið sem nenr-
andi. — Og ni'i hef jeg rifjað upp úr sálardjúpumnu 184
íslensk lög. — Þú skilur, Halldóra mín, hve mikils virði
harmonikan er mjer í einlífi mínu. — Jeg spila og spila,
þó enginn taki undir nema mitt eigið hjarta. — Heimþrá-
in hjálpar mjer til að ná tónurn tilfinninganna — og elsk-
an til Guðs og góðra manna, sem kendu mjer Faðirvor og
Barnabænirnar.
Jeg vil verða við tilmælum þínum um að segja þjer
hvaðan jeg er af landinu: Jeg er fædd í Gaulverjabæ í
Árnessýslu. — Móðir mín hjet F.lín, dóttir síra Páls Ingi-
mundarsonar, sem þar var lengi prestur og dó þar, þá var
jeg á 5. árinu, en jeg man vel eftir honum. — Þannig lifir