Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 126
124
Hlín
skrifaði lögin og raddsetti, var vel söngfróður og söngelskur,
listrænn á því sviði. — Hún (Guðrún), var að sögn kunnugra,
fríð gáfukona, kát og fjörug, hafði ágæta framkomu, hafði lengi
dvalið í Danmörku, hún var langyngst af sínum systkinum. —
Þessi hjón voru nýlega gift og nýflutt í sitt þá nýbygða og
fallega hús, sem stóð ofarlega í brekkunni.
Að sögn þeirra, er fundu þau, en faðir minn var einn þeirra,
sem í marga daga vann að því að grafa þetta blessað dána
fólk upp, sagði það auðsjeð, að þau hefðu dáið samstundis.
— Guðrún sáluga sat uppi í rúmi sínu, og var komin úr annari
náttk j ólserminni.
Svona fundust margir, sem á einhvern hátt báru þess vott,
að dauðinn hefði komið skyndilega, fólkið ekki kvalist, — og
var það eina huggunin í þessari óvæntu og sáru sorg, fyrir þá
sem eftir lifðu.
Jóhanna G. Jónsdóttir, Blönduósi.
FRJETTIR FRÁ FJELÖGUM.
Úr Flóanum í Árnessýslu er skrifað haustið 1957: Jæja, Hall-
dóra mín, nú er kvenfjelagið okkar 40 ára í dag (27. okt.), svo
mjer datt í hug að skrifa upp nokkrar endurminningar, og biðja
þig fyrir það í ,,Hlín“ þína næst, af því kvenfjelagið og „Hlín“
eru jafngömul, og hafa eiginlega átt mörg sömu áhugamálin
þessi fjörutíu ár.
Árið 1917, þann 27. október, var Kvenfjelag Villingaholts-
hrepps stofnað að Þingdal. — Sextán konur mættar, lögðu þær
fram sína krónuna hver til sjóðsmyndunar og þarmeð var und-
irstaðan að hinu margumtalaða kvenfjelagi lögð.
Fyrstu stjórn fjelagsins skipuðu þessar konur: Guðrún Ein-
arsdóttir, Urriðafossi, formaður, Stefanía Thorarensen, Hróars-
holti, gjaldkeri, og Guðbjörg Jónsdóttir, Þingdal, ritari. —
Fjelagið var stofnað eingöngu í þeim tilgangi að hjálpa bág-
stöddum sjúklingum og fátækum sængurkonum. — Þá voru
engin sjúkrasamlög og engir fæðíngarstyrkir til hjálpar, enda
mikil fátækt og eymdarástand alt of víða, en þá þóttu fáar
krónur mikil hjálp, og þá var hægt að gleðja fólkið með litlu
framlagi. — Og með þetta í huga var fjelagið okkar stofnað, og
með Guðs og góðra manna hjálp tókst okkur að rjetta mörgum
hjálparhönd.