Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 119
Hlin
117
æí'i þeirra er næsta tilbreytingarík. — Þeir láta sjer fæstir
bregða við kuldann, vetrarmyrkrið og aðra válega hluti á
norðurvegi. — Börn þeirra leika sjer undir beru lofti í 20
—30 stiga frosti og láta sig sjaldan vanta í skólann, ef skóli
er á næstu grösum. — Þau vaxa upp, giftast, eignast börn
og deyja af slysförum, sjúkdómum eða elli. — Sumir íbú-
anna eru fæddir þarna norður frá eins og feður þeirra og
mæður, en margir liafa flust þangað í leit að ælintýrum,
auðæfum eða bættum lífskjörum. — Búseta þeirra bendir
til, að þekn hefur orðið að von sinni.
Norður á heimsenda eru furðuleg og heillandi undra-
lönd, afmörkuð ósýnilegum heimskautabaug. — Sú var
tíðin, að þau voru sveipuð svartnætti lijátrúar og þjóð-
sagna, en nú eru þau loks að koma fram á sjónarsvið at-
liafnalífsins og búa sjer sess á miðsvæði hins þjettbýla og
frjósama tempraða beltis á norðurhvelinu.
Innan heimskautabaugsins eru víðáttumikil graslendi,
stöðuvötn, skóglendi, fjöll og firnindi — og þar munu
hinar nýju þjóðleiðir liggja.“
Þau svæði norðan Heimskautabaugsins, sem bókin lýs-
ir, eru þessi: Grænland, Grímsey, Lappland, Síbería,
Alaska og Norður-Kanada.#
Halldóra Bjamadóttir.
* Það væri vel við eigandi, að kvenfjelögin eignuðust safn
góðra bóka, sem konur hafa skrifað. — Fjelagskonur skiftust
svo á um að lýsa hverri nýrri bók, sem fjelagið eignast.
Hver fundur þarf nauðsynlega að hafa nokkra menningar-
lega þýðingu fyrir fundarkonur. — Hvert fjelag þarf að eiga
sjer hugsjónir. — Látið ekki allan tímann og alla kraftana
ganga í að safna fje fyrir fjelagið.
Eitt af því, sem hvert fjelag þarf að láta til sín taka eru
smá-sýningar af ýmsu tagi, þær eru þroskandi og vekjandi. H.