Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 17
Hlín
15
Það eru á þessu ári rjett 100 ár, síðan Sigurður málari
kom til Reykjavíkur frá Danmörku.
Til minningar um þann merkisatburð efndi Þjóðminja-
safnið í marsmánuði 1958 til sýningar á verkum Sigurðar,
og mintist hans á ýmsan hátt í ræðu og riti sem verðugt
var.
Alt framundir aldamótin síðustu var íslenski faldbún-
ingurinn, með samfellu og skauttreyju, og einnig kyrtill-
inn, algengur hátíðabúningur íslenskra kvenna.
En búningurinn er oflítið notaður af nútímakon-
unni, íslensku.
Þar þarf að ve.rða breyting á.
Halldóra Bjamadóttir.*)
Magdalene Lauridsen,
forstöðukona, Ankerhus, Sorö, Sjálandi.
Þegar jeg fyrir rúmu ári síðan frjetti lát frú Magdalene
Lauridsen í Ankerhus, þótti mjer mikið til um, því þar
var mikil hetja fallin í valinn.
Að vísu hafði jeg ekki verið samvistum við þessa stór-
merku konu nema nokkra daga haustið 1952, að jeg fór í
beimsókn til hennar með Halldóru Bjarnadóttur, sem
var vel kunnug á Ankerhus.
*) Jeg mintist hjer að framan lítillega á bók um Sigurð mál-
ara eftir síra Jón Auðuns, dómprófast. — Það er prýðileg bók,
með fjölda mynda.
Hlutafjelagið „Leiftur“ gaf bókina út 1950. — Þessi fallega
bók er enn fáanleg hjá forlaginu „Leiftri" fyrir lítið verð (kr.
65.00). — Það ættu konurnar, og sjersaklega kvenfjelögin, að
notfæra sjer. — H.