Hlín - 01.01.1958, Side 115
Hlin
11*
„Jón bóndi í Flatey á Breiðafirði, sonur síra Torfa
Finnssonar, átti stóra og þykka pergamentsbók með gam-
alli munkaskrift, innihaldandi Noregs konunga sögur og
margt fleira, og hjer fyrir er hún alment kölluð Flateyjar-
bók. — Hana falaði M. Brynjólfur til kaups, fyrst fyrir
peninga, síðan fyrir fimm hundruð í jörðu, fjekk hana þó
ekki að heldur. — En er Jón fylgi honum til skips úr eyj-
unni, gaf hann honum bókina, og meinast að biskupinn
liafi hana að fullu launað."
Brynjólfur mun hafa sent konungi bókina árið 1656.
Brynjólfur hefur látið þessa miklu skinnbók og aðrar
fleiri af hendi samkvæmt eindregnum fyrirmælum kon-
ungs um öflun handrita, en í þá daga var dýrt drottins
orðið.
Friðrik III. eignaðist Flateyjarbók sem konungur ís-
lands, og verður því að lita á hana og þau handrit, sem
konungi voru send hjeðan með svipuðum hætti, sem ís-
lenska ríkiseign framar öðram handritum, sem send voru,
seld eða gefin erlendum mönnum og stofnunum.
Þegar Einar Munksgaard hóf útgáfu hins stóifelda
safns af ljósprentuðum eftirmyndum íslenskra skinnbóka,
valdi hann Flateyjarbók til að vera fyrsta bindið. — Kom
hún út 1930. — Ríkisstjórn Dana keypti þá 50 eintök af
bókinni, bæði til þess að styrkja þetta merka útgáfufyrir-
tæki og hafa bókina til minningargjafa á Alþingishátíð-
inni. t- Var hún gefin öllum alþingismönnum og fáein-
um fræðimönnum. —■ En þótt sú gjöf væri góð, mun hún
lijá flestum þiggjandanna jafnframt hafa ýft upp þann
Iiarm, að frumritið og aðrar hinar fornu skinnbækur vor-
ar, sem íslendingar væru þess umkomnir að varðveita vel,
og öllu færari að hagnýta til rannsókna, skuli vera er-
lendis, og fjarri þeirri þjóð, sem skapaði þessar ódauðlegu
bókmentir og í fátækt sinni gerði handrit þeirra úr garði
af slíkum stórhug og hagleik.
(Úr formála Flateyjarbókar eftir Sigurð Nordal.)
8