Hlín - 01.01.1958, Síða 157
Fllín
155
Hross. — Beljur. — Rollur. Það mátti nærri geta, að þeir
fyndu leiðinlegt nafn á hestana líka eins og á kýrnar og kind-
urnar! — Jú, nú er altaf talað um hross. — Eins og það er nú
skemtilegt orð í samanburði við licstur.
Það eru Stelpur og Strákar. — Karlar og Kerlingar.
Látum oss athuga okkar gang. — Ekki saurga tungumálið
okkar hlýja með hörðum og hranalegum orðum.
Vinkona mín skrifar: Jeg var stödd á Ferðaskrifstofu íslands
í Reykjavík, og var að fara austur að Laugarvatni til vina
minna, hafði ekki komið þangað síðan um árið, sem vinkona
mín gifti sig, fyrir 30 árum. Þá keyrðum við austur í svarta
myrkri og húðarrigningu og vegurinn var alveg hræðilegur, en
bílstjórinn alveg dásamlegur, það var hann Ólafur Ketilsson,
sem mestalt efni keyrði í þær miklu byggingar á Laugarvatni.
— Það var nú á þeim árum. — Alt gekk vel, og giftingin nátt-
úrlega líka.
En því veitti jeg brátt eftirtekt, að keyrt var óvanalega hægt.
Mintist á það við sessunaut minn, að þetta væri sú rólegasta
bílferð, sem jeg hefði farið. Hann mundi ekki fara sjer að voða,
hann Ólafur. -—■ Hún spurði þá, konan, hvort jeg þekti ekki
heilræðin þrjú sem Ólafur gæfi öllum sem hann kendi á bíl.
Nei, jeg hafði hvorki það nje annað af Ólafi heyrt þessi
30 ár.
Jæja, þau eru svona: Keyrðu hægt! Keyrðu hægt! Keyrðu
hægt!
Merkileg starfsemi. Alkirjkuráðið, sem stofnað var fyrir 10
árum í Amsterdam, eflir samstarf hinna ýmsu kirkj udeilda. —
Ein deildin í Ráðinu fer með æskulýðsmál. — Vinnuflokkar
er ein grein hennar. — Starf þeirra hefur náð til allra álfa
heims. — Þeir hafa unnið að vegagerð, reist sjúkrahús, skóla,
bygt flóttamannabúðir, tómstundaheimili og leikvelli. — Um
7000 manns hafa starfað í þessum vinnuflokkum frá upphafi. —
Árið 1957 um 1000 manns í 50 löndum.
Einn vinnuflokkurinn lagði leið sína hingað til lands sumarið
1957 og starfaði hjer einn mánuð. — Það kom í hans hlut að búa
undir byggingu Langholtskirkju í Reykjavík. — Það voru
Hollendingar, Danir, Svíar, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn og
6 íslendingar, karlar og konur. Það var að rífa upp grjót, grafa
skurð, hreinsa timbur og leggja vatnsæðar.
Unnið var frá kl. 7—3 og stundum að kvöldi, til þess að safn-
aðarfólk gæti starfað með flokknum.